is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27066

Titill: 
  • Titill er á ensku The conditioned merger of p + f > [f] before t or s in Old Icelandic. An analysis of the orthographic manifestation of [ft]/[fs] clusters in 12th to 14th-century manuscripts
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skilyrtur samruni p, pp, f > [f] á undan t eða s átti sér stað fyrir tíma elstu varðveittu texta á forníslensku. Þessi hljóðbreyting birtist þegar í stafsetningu elstu varðveittu forníslensku handritanna þar sem þessir samhljóðaklasar eru venjulega táknaðir með „ft“ og „fs“. Snemma á þrettándu öld virðast rithættirnir „pt“ og „ps“ hins vegar ná yfirhöndinni. Í þessari rannsókn var sjónum beint að táknun [ft]/[fs] klasa í íslenskum handritum frá miðri tólftu öld fram á fjórtándu öld til þess að varpa ljósi á hvenær og hvernig stafsetningin breyttist og einnig hvernig háttað var sambandi hljóða og rittákna í þessum klösum í forn-íslensku. Saga samhljóða frá frumindóevrópsku til forníslensku, þar á meðal samruni tvívaramæltra og tannvaramæltra óraddaðra lokhljóða og önghljóða, hefur verið rannsökuð af ýmsum fræðimönnum og fram hafa komið ólík viðhorf um bæði tímasetningu sam-runans og eins um túlkun stafsetningar í forníslenskum handritum. Rannsóknir á þróun þessara samhljóða og samhljóðaklasa ásamt orðsifjafræðilegum rannsóknum á norrænum rúnaáletrunum og skyldum tungumálum benda til þess að samruninn hafi líklega átt sér stað fyrir tíma forníslensku. Upplýsingar um samrunann í handbókum eru ekki reistar á víðtækum rannsóknum á forníslenskum handritum. Þessu rannsóknarverkefni er ætlað vera framlag til frekari umræðu um norrænar samhljóðabreytingar og hljóðfræðilegan veruleika á bak við ritheimildir með rannsókn á stafsetningu elstu varðveittu forníslensku handritanna. Könnuð var stafsetning í fornum handritum á fjórum gerðum af [ft]/[fs] klösum, í orðum án skýrrar samtímalegrar tengingar við f eða p, í orðum sem tengd eru orðum með f eða p og í aðkomuorðum. Lagt er mat á stafsetninguna eftir tímabilum, orðflokkum og frávikum í stafsetningu innan einstakra handrita, en samband stafsetningar og framburðar í þessum klösum virðist vera að einhverju marki bundið einstökum orðum og eins ritvenju einstakra skrifara.

  • Útdráttur er á ensku

    The conditioned phonemic merger p, pp, f > [f] before t or s took place already in pre-literary Old Icelandic. This sound change is reflected by the spelling of the earliest extant Old Icelandic manuscripts where these consonant clusters were predominantly noted with “ft” and “fs”. In the early thirteenth century, however, the spellings “pt” and “ps” seem to take over. This study analyzes the orthography of [ft]/[fs] clusters in Icelandic manuscripts from the mid-twelfth century until the fourteenth century in order to find out when and how the orthographic representation changed. It also aims to examine the graphemic-phonemic relationship of above-mentioned clusters in early Old Icelandic. The development of consonants from Proto-Indo-European to Old Icelandic, including the phonemic merger of bilabial and labiodental voiceless stops and fricatives, has been studied by various scholars, offering different views on the date of the merger as well as on the orthographic representation of the relevant consonants. Studies on the development of the consonants and consonant clusters in question along with etymological evidence in Norse runic inscriptions and related languages indicate that the merger has likely been completed before Old Icelandic. The information presented in the handbooks does no rely on exten-sive studies of literary sources. Therefore, this research project aims to enable further discussion about Old Norse-Icelandic consonant changes and the phonemic-phonetic reality behind the orthographic evidence. To do so, this study provides an analysis of the orthography of the oldest surviving manuscripts. A list of target words gives information on the orthography of early manuscripts based on four different types of [ft]/[fs] clusters, lexemes without a synchronically clear connection to words with p, words both related to f and p, and borrowings. The findings are compared with an emphasis on the period of time in which the spellings occur, lexeme categories and irregularities within manuscripts, as the relationship between orthography and phonology of these clusters was to some extent lexicalized and based on the practice of individual scribes.

Samþykkt: 
  • 3.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27066


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA Ritgerð Kathrin.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf16.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF