is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27067

Titill: 
 • Hið Eina og hið marga: Verufræðilegar og verðandifræðilegar samtengingar manns og náttúru
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er samband manns og náttúru skoðað frá sjónarhorni verufræðinnar annars vegar og heimspeki verðandinnar hins vegar. Verufræðin er sú grein heimspekinnar sem rannsakar eðli þess sem er og getur átt sér tilvist. Fræði verðandinnar snúa helst að þeim veruleika sem birtist okkur hér og nú og er undirorpinn sífelldum breytingum. Varpað er ljósi á þann aðskilnað sem myndast hefur á milli hugtakanna um mann og náttúru ásamt því að skoða samtengingar sem ákveðnir heimspekingar hafa myndað á milli þeirra.
  Í fyrsta hluta er skoðað heimspekikerfi Páls Skúlasonar (1945-2015) sem hann setti fram í síðasta verki sínu Merking og tilgangur (2015). Sérstök áhersla er lögð á verufræðilegan hluta kerfisins ásamt því að gera grein fyrir þeim hugmyndasögulegu rótum sem liggja því að baki. Skoðað verður hvernig Páll býr til eins konar brú sem sameinar hugarheim okkar og þann náttúruheim sem birtist okkur. Í öðrum hluta er greint frá heimsmynd verðandinnar sem Gilles Deleuze (1925-1995) og Félix Guattari (1930-1992) setja fram í verkum sínum And-Ödipus (1972) og Þúsund flekar (1980). Farið verður yfir framsetningu þeirra á hugtökunum um rísómið og langanaframleiðslu sem leysir upp hvers kyns tvíhyggju um mann og náttúru eða hug og hlut eða anda og efni. Í þriðja hluta er gefinn gaumur af þeim margvíslegu hættum andlausrar efnishyggju og alhæfandi einsleitni sem geta stafað af hinu aðskilda sjónarhorni á hugtökin um mann og náttúru. Einnig er gerð grein fyrir þeim aðferðum sem höfundarnir beita til að sporna við téðum hættum sem eru annars vegar andleg tilgangshyggja Páls og hins vegar sérstök greiningaraðferð langana er nefnist kleyfgreining hjá Deleuze og Guattari. Að lokum eru dregnar ályktanir af þessu hugmyndasögulega ferðalagi og lagt mat á hlutverk mannsins í náttúrunni.

 • Útdráttur er á ensku

  The thesis examines the relationship between man and nature from an ontological perspective on the one hand and from the perspective of the philosophy of becoming on the other. Ontology is the branch of philosophy that deals with the essence of what is and can possess existence as such. The philosophy of becoming deals with the reality that discloses itself here and now and is subject to constant change. The objective is to shed some light on the separation that has developed between the concept of man and the concept of nature as well as looking towards possible connections between the concepts within the aforementioned branches of philosophy.
  The first part of the essay explores a philosophical system put forth by Páll Skúlason (1945-2015) in his book Merking og tilgangur (2015) with special emphasis on its ontological structure as well tracing its ideological roots. The main concern of this part is accounting for how Páll constitutes a kind of a bridge between the world of the mind and the world of nature. The second part explores a method or a perspective within the philosophy of becoming put forth by Gilles Deleuze (1925-1995) and Félix Guattari (1930-1992) in Anti-Oedipus (1972) and A Thousand Plateaus (1980). This part examines their presentation of the concept of the rhizome and desiring-production, which deconstructs any dualism whether it be man vs. nature or spirit vs. matter or subject vs. object. The third part analyzes the different dangers, either despirited materialism or generalizing homogeneity, stemming from the separated view of man and nature. This part also seeks different solutions that the authors offer to said dangers; on the one hand, Páll proposes a spiritual and purpose-driven mode of thought; on the other hand, Deleuze and Guattari propose a heterogeneous method named schizoanalysis. The thesis ends with a few reflections and remarks on the role of man within nature.

Samþykkt: 
 • 3.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hið Eina og hið marga.pdf1.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf287.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF