is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27072

Titill: 
  • Kona á skjön. Ævi og störf Guðrúnar frá Lundi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Greinargerðin snýst um tvö miðlunarverkefni um ævi og rithöfundarferil skáldkonunnar Guðrúnar frá Lundi. Annars vegar er um að ræða sýningu sem verður sett upp sumarið 2017 og hins vegar eftirmála sem birtur er í fimmta og síðasta bindi Dalalífs sem var endurútgefið, í þriðja skiptið, á árunum 2016-2017. Sýningin ber heitið Kona á skjön og eftirmálinn birtist undir heitinu Saga sagnameistara.
    Fjallað er um æviferil Guðrúnar, mótunarár og ævintýralegan feril hennar sem rithöfundar en einnig þá andstöðu sem bækur hennar urðu fyrir. Umhverfið og andrúmsloftið sem hún skrifar inn í er skoðað og staða hennar sem alþýðukonu á karllægum ritvellinum. Eins er áhugvert að velta fyrir sér hvers vegna bækur hennar eru lesnar enn í dag, þegar rúm 70 ár eru liðin frá útgáfu fyrsta skáldverksins og þegar Dalalíf hefur nú verið gefið út í fjórða sinn. Afdalabarn kom út í annað skipti árið 2014 og hafa bæði verkin notið mikilla vinsælda.
    Báðar miðlunarleiðirnar, sýningin og eftirmálinn, skoða merka og einstaka sögu Guðrúnar sem rithöfundar, ótrúlegar vinsældir hennar, afar misjafna bókmenntadóma og þann mikla viðsnúning sem verður þegar bókmenntafræðingar háskólasamfélagsins taka hana í sátt og tileinka henni kafla í bókmenntasögu Íslands í byrjun þessarar aldar. Þeir áhersluþættir sem nýttir eru til að segja þessa sögu byggja á þessum andstæðu pólum, vinsældum og mótlæti. Bæði verkefnin hafa að markmiði að birta trúverðuga mynd af ævi og rithöfundarferli Guðrúnar og kynna fyrir gestum einstaka sögu sem tengist sögu margra og vísar þannig út fyrir sig.

Samþykkt: 
  • 4.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27072


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marín Guðrún Hrafnsdóttir lokaskil.pdf4.53 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni - yfirlysing.pdf231.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF