is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27073

Titill: 
  • Skattasniðganga í innlendum og alþjóðlegum rétti
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um hugtakið skattasniðgöngu í íslenskum og alþjóðlegum rétti. Af þeirri ástæðu er ritgerðinni skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar um skattasniðgöngu í íslenskum rétti. Þar er sjónum beint að bæði lögfestum og ólögfestum meginreglum skattaréttar sem ætlað er að sporna við skattasniðgöngu og hvernig áhrifa þeirra gætir. Því næst er lögskýringarsjónarmiðum á sviði skattaréttar gefinn gaumur og vísað til helstu álita fræðimanna. Fjallað er um skattasniðgöngu í samanburði við skattafyrirhyggju og skattsvik og leitast er við að greina hvar mörkin eru.
    Í síðari hluta ritgerðarinnar er einblínt á skattasniðgöngu í alþjóðlegum rétti. Þar er farið yfir helstu reglur alþjóðlegs skattaréttar sem sporna gegn skattasniðgöngu. Í ljósi þess að undanfarið hafa ýmis alþjóðleg stórfyrirtæki boðað komu sína á íslenskan markað er áhugavert að skoða hvaða aðferðum slík fyrirtæki beita til þess að lágmarka skattbyrði. Í þeirri umfjöllun koma alþjóðleg stórfyrirtæki á borð við Amazon, Apple, Google og Starbucks til skoðunar.
    Loks er leitast við að koma hugmyndum erlendra fræðimanna um hvaða leiðir séu best til þess fallnar til að skattleggja slík alþjóðleg stórfyrirtæki.

Samþykkt: 
  • 4.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27073


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKASKJAL.pdf1.06 MBLokaður til...03.06.2037MeginmálPDF
FORSÍÐA.pdf129.35 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf682.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF