is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27075

Titill: 
  • Þjónustusamningar og réttarstaða borgaranna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stjórnvöld geta á grundvelli 40. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015 og á grundvelli 100. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2012 falið verktökum framkvæmd opinberrar þjónustu. Slíkir samningar eru kallaðir þjónustusamningar. Þjónustusamningar eiga sér ekki langa sögu á Íslandi en hafa þó aukist í framkvæmd á undanförnum áratugum. Undir áhrifum nýrrar hugmyndafræði um nýskipan í ríkisrekstri (e. New Public Management) voru ýmsar breytingar gerðar skipulagi og strfsemi stjórnsýslunnar. Því var árið 1997 fyrst sett í lög almenna lagaheimild um gerð þjónustusamninga í 30. gr. fjárreiðulaga nr. 88/1997. 40. gr. laga um opinber fjármál leysti síðan 30. gr. fjárreiðulaga af hólmi og 100. gr. sveitarstjórnarlaga veitti einnig sveitarstjórnum almenna heimild til gerðar þjónustusamninga.
    Fræðimenn hafa bent á ýmsa kosti og galla sem fylgja því að gera þjónustusamninga um framkvæmd þjónustu. Ef þess er ekki gætt kann gerð þjónustusamninga að leiða til lakari réttarstöðu borgaranna. Því þurfa lög og reglur um þjónustusamninga að tryggja að réttarstaða borgaranna skerðist ekki við gerð þjónustusamninga. 40. gr. laga um opinber fjármál og 100. og 101. gr. sveitarstjórnarlaga hafa að geyma reglur sem tryggja að mörgu leyti réttarstöðu borgaranna við gerð þjónustusamninga. Þá má einnig finna í ákvæðum annarra laga ýmsar reglur sem miða að sama markmiði, svo sem í lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, upplýsingalögum nr. 140/2012 og persónuverndarlögum nr. 77/2000.
    Þrátt fyrir það eru ákveðnir vankantar á íslenskri löggjöf um þjónustusamninga. Íslensk löggjöf um þjónustusamninga svarar því ekki nægjanlega hvort hinar óskráðu réttarreglur stjórnsýsluréttarins gildi gagnvart verktaka við framkvæmd opinberrar þjónustu að sama marki og þær gilda gagnvart stjórnvöldum við slíka framkvæmd. Einnig tryggja lagaákvæði ekki nægjanlega að sambærilegar reglur gildi um þagnarskyldu verktaka og starfsmanna hans. Þá mættu reglur um þjónustusamninga fjalla um réttarúrræði borgaranna gagnvart verktökum og stjórnvöldum þegar þeir telja brotið gegn réttindum sínum í tengslum við gerð eða framkvæmd þjónustusamnings. Því þarf að bæta lagareglur um þjónustusamninga svo betur megi nýta úrræðið við framkvæmd opinberrar þjónustu og jafnframt tryggja réttaröryggi borgaranna.

Samþykkt: 
  • 4.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þjónustusamningar og réttarstaða borgaranna.pdf861.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan0001.pdf262.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF