is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27077

Titill: 
  • Beiting úrræða við eftirlit með verðbréfaviðskiptum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Það má segja að einstaklingar séu alltaf undir einhvers konar eftirliti. Án eftirlits væri áhugavert að sjá hvort einstaklingar myndu haga sér öðruvísi, hvort hegðun þeirra myndi breytast verulega eða hvort eftirlitið sé í raun sprottið frá einstaklingunum sjálfum, þ.e. að þeir hafi eftirlit með sjálfum sér. Til að fjármálamarkaðurinn geti starfað eðlilega og þeir sem á honum stunda viðskipti geta átt í eðlilegum viðskiptum þá er nauðsynlegt að aðilar átti sig á því hvaða leikreglur gilda á markaðnum. Fjármálamarkaðurinn er viðskiptavettvangur og stuðlar að því að fyrirtæki fái fjármagn frá fjármagnseigendum án þess að þurfa að leita eftir fjármagni til bankastofnanna. Með virku eftirliti með fjármálamarkaðnum má tryggja það að aðilar treysti markaðnum og leitist eftir því að ávaxta fjármuni sína. Svokölluð upplýsingabrot eru alvarlegastu brot sem hægt er að fremja á verðbréfamörkuðum þar sem þau hafa áhrif á traust markaðarins og skapa ójafnvægi. Þau brot sem teljast til upplýsingabrota eru innherjasvikabrot skv. 123. gr. vvl. og markaðsmisnotkunarbrot skv. 117. gr. vvl.
    Í verðbréfaviðskiptalögum nr. 108/2007 er heimild fyrir Fjármálaeftirlitið til að ljúka málum sem varða markaðsmisnotkun og innherjasvik með sekt eða kæru til lögreglu, en í 2. mgr. 148. gr. vvl. segir að Fjármálaeftirlitinu beri að meta það hvor leiðin sé farin, þó hvílir sú skylda á Fjármálaeftirlitinu að kæra þau brot sem teljast sem meiri háttar brot til lögreglu á grundvelli verðbréfaviðskiptalaga.
    Í ritgerðinni verður reynt að varpa ljósi á það hvernig Fjármálaeftirlitið beitir úrræðum sínum á grundvelli verðbréfviðskiptalaga þegar það rannsakar hugsanleg brot á lögunum. Brot gegn 117. gr. vvl. og 123. gr. vvl. verða sérstaklega skoðuð og hvaða úrræði Fjármálaeftirlitið hefur beitt vegna þeirra brota. Fjallað verður hvaða viðurlögum Fjármálaeftirlitið hefur heimild að beita og hvernig eftirlitið hefur beitt viðurlagaheimildum sínum í framkvæmd. Eftirlit á fjármálamörkuðum er nauðsynlegt og eftir bankahrunið 2008 var ljóst að ef það skortir fer hegðun þáttakenda á mörkuðum að breytast.

Samþykkt: 
  • 4.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27077


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bryndís Ýrr Pálsdóttir - Meistararitgerð.pdf735.8 kBLokaður til...05.05.2030HeildartextiPDF
Bryndís Ýrr Pálsdóttir - Yfirlýsing.jpg255.26 kBLokaðurYfirlýsingJPG