is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27079

Titill: 
  • Fangavist íslenskra kvenna. Áhersla á betrun og endurhæfingu í stað refsingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Refsing tryggir réttaröryggi samfélagsþegna og sýnir fram á að það hefur afleiðingar að brjóta gegn gildum og viðmiðum samfélagsins. Hérlendis afplána um þrjár til átta konur fangavist á hverju ári. Tilefni fangavistar kvenna er yfirleitt vegna afbrota án fórnarlamba eða vegna minniháttar afbrota. Rannsóknir hafa sýnt fram á að kvenfangar upplifa meiri einangrun og hindranir í samfélaginu vegna þess að frávikshegðun þeirra er ekki eins viðurkennd og frávikshegðun karla. Flestar konurnar glíma við fjölþættan vanda og þarfnast því faglegrar aðstoðar við að mynda jákvæð tengsl við samfélagið að lokinni afplánun.
    Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir tilgangi refsistefnunnar. Farið verður yfir markmið Fangelsismálastefnu ríkisins og hvernig refsistefnan birtist í framkvæmd. Ástæður þess að konur leiðast út í afbrot verða skoðaðar sem og áhrif afbrotastimplunar á sakfelldar konur. Auk þess verða hlutverkum og vinnubrögðum félagsráðgjafa innan réttarvörslukerfisins gerð skil.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að niðurskurður fjármagns til réttarvörslukerfisins hefur haft neikvæð áhrif á framkvæmd betrunarstefnunnar sem innleidd var við gildistöku nýrra laga um fullnustu refsinga árið 2016. Vegna fárra stöðugilda félagsráðgjafa er erfitt að mæta markmiðum betrunarstefnunnar. Kvenfangar fá ekki fullnægjandi þjónustu út frá margþættum þörfum sínum sem hefur neikvæð áhrif á aðlögun þeirra að samfélaginu að refsivist lokinni og dregur ekki úr endurkomutíðni fanga. Ljóst er að auka þarf fjármagn og fjölga stöðugildum félagsráðgjafa innan réttarvörslukerfisins til þess að hægt sé að framkvæma uppbyggilega og árangursríka fangavist.
    Lykilhugtök: afbrot, refsing, betrunarstefna, endurhæfing, aðlögun að samfélaginu, kvenfangar, stimplun og félagsráðgjöf.

Samþykkt: 
  • 4.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27079


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf875.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf1.11 MBLokaðurYfirlýsingPDF