is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27081

Titill: 
  • Bindandi áhrif verðmerkinga í neytendaviðskiptum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er hvort túlka beri þær yfirlýsingar sem koma fram í markaðsaðferðum seljanda sem bindandi tilboð eða eingöngu hvatningu til að gera tilboð. Verður í ritgerðinni einblínt á þann þátt yfirlýsingarinnar sem lýtur að verðmerkingu á vörum og þjónustu. Einnig einskorðast efni ritgerðarinnar við rétt neytenda til að krefjast þess að fá vöru eða þjónustu á því verði sem hún er verðmerkt á. Hvort neytendur geti krafist þess að fá þá vöru og þjónustu á tilgreindu verði fer að meginstefnu til eftir reglum samningaréttarins. Erfitt getur reynst að setja grundvallarreglur um hvort líta beri á yfirlýsingu sem bindandi tilboð eða hvatningu til að gera tilboð og þarf jafnan að meta það í hverju tilfelli fyrir sig. Til að skera úr um þessi atriði þarf því oft að túlka yfirlýsinguna og skiptir þar meginmáli hver sé vilji þess er yfirlýsinguna gaf, sem og hvort viðtakandi hennar geti í raun byggt upp réttmætar væntingar um að fá að ganga að henni svo bindandi sé fyrir seljanda. Við matið verður ávallt að hafa þá meginreglu í huga að yfirlýsing telst eingöngu tilboð ef samþykki viðtakanda er nægilegt til að samningur komist á.
    Neytendur sem krefjast þess að fá vöru eða þjónustu á uppgefnu verði standa takmörkuð úrræði til boða. Þau eru helst að knýja seljanda til réttra efnda með atbeina dómstóla, en það getur verið bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Einnig að leita til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa og óska eftir álitsgerð. Álitin eru þó ekki lagalega bindandi og seljanda því í sjálfsvald sett hvort hann fari eftir þeim. Auk þess getur neytandi borið upp erindi til Neytendastofu, en hún leysir þó ekki úr einkaréttarlegum ágreiningi. Úrræði hennar eru öll allsherjarréttarlegs eðlis og að meginstefnu til lúta ákvarðanir hennar að því hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum þeirra laga sem stofnunin hefur eftirlit með.
    Lítið hefur verið skrifað um efnið í íslenskum fræðiskrifum innan lögfræðinnar, einnig hefur í takmörkuðu mæli reynt á málefnin í íslenskri réttarframkvæmd. Hefur því, auk þess að fara yfir það sem til eru um málefnið hér á landi, verið stuðst við norrænar heimildir og réttarframkvæmd. Aðallega hefur verið litið til Danmerkur enda hefur mikið verið fjallað þar um mál af þessu tagi.

Samþykkt: 
  • 4.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27081


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bindandi áhrif verðmerkinga í neytendaviðskiptum.pdf601.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing%20pdf.pdf207.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF