en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27084

Title: 
  • Title is in Icelandic Stuðningur við millistjórnendur sveitarfélaga sem ekki hafa mannauðsstjóra í starfi
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangur verkefnisins er að skoða hvernig stuðningi við millistjórnendur er háttað í sveitarfélögum á Íslandi sem eru með fleiri en 800 íbúa en hafa ekki sérstakan mannauðsstjóra í starfi. Ritgerðin byggir á megindlegri rannsókn sem gerð var meðal millistjórnenda í áðurnefndum sveitarfélögum. Rannsakandi setti fram fjórar rannsóknarspurningar og þrjár rannsóknartilgátur. Við framsetningu niðurstaðna var tekið mið af rannsóknarspurningum og umræður settar upp í þemu með hliðsjón af rannsóknartilgátum.
    Rannsóknarspurningar:
    • Hver sinnir stuðningi við millistjórnendur þar sem ekki er sérstakur mannauðsstjóri í starfi og hvernig er honum háttað?
    • Hvernig stuðning telja millistjórnendur sig helst þurfa?
    • Hvað telja millistjórnendur helst standa í vegi fyrir nægum stuðningi í starfi?
    • Hvernig rímar sá stuðningur sem millistjórnendur fá og væntingar þeirra um stuðning í starfi við hugmyndafræði um mannauðsstjórnun.
    Rannsóknartilgátur:
    • Millistjórnendur í íslenskum sveitarfélögum fá ekki nægan faglegan stuðning í þeim sveitarfélögum sem ekki hafa sérstakt starf mannauðsstjóra.
    • Bolmagn íslenskra sveitarfélaga sem eru án mannauðsstjóra er ekki nægilega sterkt til að standa undir þeim stuðningi sem millistjórnendur telja sig þurfa í starfi.
    • Hugmyndafræði mannauðsstjórnunar endurspeglast ekki í þeim veruleika sem millistjórnendur íslenskra sveitarfélaga búa við hvað varðar stuðning í starfi.
    Spurningakönnun var send á 165 millistjórnendur íslenskra sveitarfélaga og var svarhlutfallið 68,48%. Í umræðum voru niðurstöður speglaðar í fræðilegri umfjöllun um bolmagn sveitarfélaga, mannauðsstjórnun, stefnumiðaða mannauðsstjórnun og rannsóknir á sviðinu skoðaðar. Helstu niðurstöður voru þær að það er nánasti undirmaður sem veitir millistjórnendum mestan stuðning af einstaka aðilum og að sá stuðningur felst í aðstoð við að leysa vandamál. Nærri helmingur millistjórnenda telja sig þurfa á meiri stuðningi að halda en þeir eiga aðgang að. Sá stuðningur sem millistjórnendur telja sig mest þurfa á að halda er stuðningur við erfið starfsmannamál og einnig almenna faglega ráðgjöf. Ástæðuna fyrir ónógum stuðningi telja millistjórnendur helst vera áhugaleysi sveitarstjórnar eða yfirmanna og því næst skortur á fjárhagslegu bolmagni.

Accepted: 
  • May 4, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27084


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Stuðningur við millistjórnendur sveitarfélaga sem ekki hafa mannauðsstjóra í starfi..pdf1.46 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
Skemman, yfirlýsing. Ríkey Sigurbjörnsdóttir.pdf49.37 kBLockedYfirlýsingPDF