en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27087

Title: 
  • Title is in Icelandic Um brot á varúðarreglum í skaðatryggingum
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Varúðarreglur eru hátternisreglur sem oftast er að finna í skilmálum vátryggingarsamninga og eru þær leið vátryggingafélaga til að tryggja að meðferð hinna vátryggðu hagsmuna sé í samræmi við ákvæði skilmálanna. Tilgangur þeirra er að forðast tjón eða draga úr tjóni á hinum vátryggðu hagsmunum. Brot á varúðarreglum gerir það að verkum að réttur hins vátryggða til bóta getur skerst jafnvel fallið alveg niður. Af þeim sökum er mikilvægt að vátryggingartakar séu skýrlega upplýstir um þær varúðarreglur sem gilda í hverjum samningi fyrir sig og þekkja réttaráhrif þess að brotið sé gegn þeim. Af þessu leiðir að mikilvægt er að kanna þau atvik sem helst koma til skoðunar þegar ábyrgð vátryggingafélaga er takmörkuð vegna brota gegn varúðarreglum í algengum skaðatryggingum. En hvernig eru varúðarreglur skilgreindar og hvaða atvik hafa helst þýðingu við mat á því hvort brot á varúðarreglum í skaðatryggingum takmarki ábyrgð vátryggingafélags? í ritgerðinni er fjallað um á hvaða varúðarreglur reyni helst á í framkvæmd og reynt er að afmarka hversu mikið vátryggingafélög takmarka ábyrgð sína vegna brota gegn varúðarreglum. Framkvæmd úrskurðarnefndar í vátryggingamálum er skoðuð frá því að ný lög um vátryggingasamninga nr. 30/2004 tóku gildi. Loks er íslensk úrskurðarframkvæmd borin saman við þá norsku til samanburðar. Fjallað er um ákvæði fjölskyldu- og innbústrygginga hjá stærstu vátryggingafélögunum á sviði skaðatrygginga á Íslandi. Þær breytingar sem hafa orðið á íslenskum lögum um vátryggingarsamninga eru í samræmi við norska framkvæmd en lög um vátryggingarsamninga eru byggð á norskum lögum um sama efni. Af þeim sökum er norsk dóma og úrskurðarframkvæmd höfð til hliðsjónar í ritgerðinni sem og skrif norskra fræðimanna á sviði vátryggingaréttar. Síðan ný lög um vátryggingarsamninga tóku gildi hafa miklar breytingar orðið á íslenskri dóma og úrskurðarframkvæmd hvað varðar varúðarreglur. Nýju lögin gerðu það að verkum að réttarstaða neytenda batnaði til muna, til að mynda var farið að leggja ábyrgð á vátryggingafélagið að hluta þótt brotið hafi verið gegn varúðarreglum, ólíkt því sem áður tíðkaðist. Framkvæmdin á Íslandi hvað varðar varúðarreglur færist sífellt nær norskri framkvæmd og áhugavert verður að fylgjast með áframhaldandi þróun á þessu sviði.

Accepted: 
  • May 4, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27087


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Um brot á varúðarreglum í skaðatryggingum.pdf861.27 kBLocked Until...2040/01/01HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf313.46 kBLockedYfirlýsingPDF