is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27096

Titill: 
  • Hver er ég og af hverju skiptir það máli? Um kristinn mannskilning í hinni lúthersku hefð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er kristinn mannskilningur í hinni lúthersku hefð sem er afstaða lúthersku kirkjunnar varðandi eðli og ástand manneskjunnar. Markmið ritgerðarinnar er annars vegar að gera grein fyrir því hvað felst í hinum kristna mannskilningi með því að varpa ljósi á þær forsendur sem hann byggist á og hins vegar að gera grein fyrir mikilvægi þess að tileinka sér þessa afstöðu til hins mannlega eðlis og ástands. Það er mikilvægt vegna þess að þessi afstaða gagnvart eðli manneskjunnar hefur í för með sér að sá sem tileinkar sér þessa afstöðu hegðar sér og breytir í samræmi við hana.
    Í ritgerðinni er annars vegar fengist við að varpa ljósi á hinn lútherska mannskilning 16.aldar eins og hann birtist í tveim áhrifamestu ritum lúthersku hefðarinnar, þ.e. Ágsborgarjátningunni og Um frelsi kristins manns og hins vegar 21. aldar mannskilning sem er að finna í guðfræði Serene Jones.

Samþykkt: 
  • 4.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27096


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hver er ég og af hverju skiptir það máli.pdf621.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf269 kBLokaðurYfirlýsingPDF