is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27097

Titill: 
  • Heilbrigður líkami og heilagur líkami. Undursamlegar lækningar í Jarteinabókum Þorláks helga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mannlegu lífi ógna sjúkdómar og dauði og til eru mismunandi leiðir til þess að tjá áhyggjur sínar. Á miðöldum blómstruðu jarteinafrásagnir, jafnt hér á landi og á meginlandi Evrópu. Flestar íslenskar jarteinasögur segja frá sjúkdómum eða sárum sem stafa af slysum. Hér verða skoðaðar ítarlega lækningasögur sem varðveist hafa í tveimur Jarteinabókum Þorláks helga til að varpa ljósi á viðhorf Íslendinga til líkamans, heilsunnar og sjúkdóma.
    Frásagnafræðileg greining á jarteinum sýnir hvernig sögurnar hafa byggst upp og hvernig Íslendingar hafa fjallað um heilbrigðan líkama. Í jarteinum birtast nefnilega tvær mismunandi hugmyndir af líkamanum sem hafa ekki sömu stöðu í lækningum. Í fyrsta lagi er um að ræða viðkvæman líkama venjulegs fólks, sem getur orðið veikur í hættulegu umhverfi. Grundvallaratriði frásagnanna er í öllum tilfellum andsæðan milli annars vegar vanheils og veiks líkama og hins vegar heilbrigðs líkama, sem er afleiðing lækningarinnar. Heilsuna er þannig hægt að skilja sem fjarveru fötlunar; eða með öðrum orðum er heilbrigður líkami sá sem getur innt verk af hendi, í samræmi við áhyggjur fólks í bændasamfélagi.
    Í öðru lagi birtist í jarteinum annar líkami, þ.e. heilagur líkami Þorláks. Jarteinir þær sem hér eru til umfjöllunar gerðust eftir dauða hans, þannig að hann getur ekki læknað fólk eins og þegar hann var á lífi. Eðli líkama hans var nefnilega sérstakt. Þegar skoðað er hvernig undursamlegar lækningar virka, þá er ljóst að grundvallareinkenni er nærvera Þorláks; hann birtist í draumum og talar við sjúklinginn eða notaðir eru gripir sem tengdust honum. Lækningamáttur Þorláks var þannig viðtækari en mörk líkama hans. Samskipti milli dýrlingsins og beiðandans gegndu mikilvægu hlutverki í lækningunni.
    Þannig má ekki gleyma að jarteinir eru fyrst og fremst frásagnir; sagt er frá áhyggjum alþýðu en oftast frá reynslu þeirra sem upplifðu kraftaverkin. Varðveislu sagnanna er lýst í jarteinunum sjálfum; þær voru skráðar á bækur og svo lesnar, þannig að þær urðu til sem jarteinir þegar þær voru endursagðar. Þetta sýnir mátt kirkjunnar, sem lagði einnig áherslu á guðrækið líf; lækning líkamans gat ekki orðið ef sálin var ekki læknuð fyrst.

  • Útdráttur er á ensku

    Diseases and death have always threatened human life and concern over this can be expressed in various ways. In the Middle Ages miracle accounts flourished, in Iceland as well as on the continent. Most of the Icelandic miracles tell about diseases or wounds that happened after an accident. In this thesis I am concentrating on the healing stories that have been preserved in the two Books of Miracles of Saint Þorlákur in order to shed some light on the attitude of Icelanders towards the body, health and diseases.
    Through a narratological analysis I will show how stories are structured and what discussions Icelanders held about the idea of a healthy body. Two main approaches to the concept of the body, which do not have the same status in the healing, are to be seen in the miracles. First there is the fragile body of a normal person, that can become sick or wounded. In all cases the miracle stories are based on a polarity between, on the one hand, disease or handicap, and on the other, health, which is the consequence of the healing. Health can be defined as the absence of handicap, which shows the concerns of the population in a rural society for a healthy body capable of working.
    The second image of body is that of the saint's body as seen with Þorlákur. The examined miracles all happened after his death, meaning that they show a different way of healing the sick than he used during his life. This was made possible because of the particular nature of his body. In the miraculous healings the basic element was, indeed, the presence of Þorlákur; he appeared in dreams and talked to the sick, or various objects with connections to him were used. His healing power extended the physical limits of his body, but the healing was based mainly on the exchange, the contact, between the saint and the supplicant.
    It should be kept in mind that miracles were first and foremost narratives that showed people's concerns, but also about the experience of those who experienced miracles. The preservation of stories is described in the miracle accounts themselves, which were written down in books and then read out loud, so that they became true miracles when repeated. This shows the power of the Church, which emphasised the pious life, as a healing of the body could not work without the healing of the soul.

Samþykkt: 
  • 4.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27097


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
aleksi_moine_ma-ritgerd_2017_heilbrigdur_likami_og_heilagur_likami.pdf289.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16_aleksi_moine.pdf548.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF