is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/271

Titill: 
  • Áhrifavaldar í bata geðsjúkra : eigindleg rannsókn á upplifun geðsjúkra af eigin bataferli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lítið hefur verið skrifað um bataferli einstaklinga með geðsjúkdóma hér á landi þrátt fyrir að talið sé að um 50.000 Íslendingar eldri en fimm ára, eða 22% þjóðarinnar, eigi við geðræna kvilla að stríða á hverjum tíma. Sú staðreynd varð meðal annars til þess að rannsókn þessi var framkvæmd. Tilgangur hennar var tvíþættur. Annars vegar að kanna áhrifavalda í bata geðsjúkra með opnum viðtölum við einstaklinga, sem gengið hafa í gegnum bataferli, og athuga hvort áhrifavaldar þeirra tengjast líkaninu um iðju mannsins. Hins vegar að gera heimildasamantekt á fræðilegu efni um bata geðsjúkra og persónulegum frásögnum einstaklinga sem gengið hafa í gegnum bataferli. Rannsóknarspurningarnar voru „hverjir eru áhrifavaldar í bata geðsjúkra?“ og „hvernig er hægt að tengja þá við líkanið um iðju mannsins?“ Rannsóknin er viðbót við stærri rannsókn Elínar Ebbu Ásmundsdóttur, lektors við Háskólann á Akureyri, „Geðrækt geðsjúkra–áhrifavaldar í bata.” Rannsóknin var framkvæmd samkvæmt aðferðafræði eigindlegra rannsókna, nánar tiltekið aðferðafræði fyrirbærafræðinnar. Gögnin voru greind eftir líkaninu um iðju mannsins og þemagreiningu. Samkvæmt niðurstöðum voru helstu áhrifavaldar í bata þátttakenda að axla ábyrgð, að rækta sjálfan sig, að hafa hlutverk, rétt lyf, stuðningur og fordómaleysi. Þessir þættir tilheyra allir líkaninu um iðju mannsins. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru fyrsta skrefið í áttina að því að auka þekkingu á bata og bataferli frá sjónarhorni notenda geðheilbrigðisþjónustu. Með því að fá fram sjónarmið notenda er möguleiki á að hafa áhrif á viðhorf almennings til geðsjúkra og opna umræðu um fjölþættari þjónustuform. Ennfremur er rannsókn sem þessi ein tegund gæðaeftirlits á geðheilbrigðisþjónustu landsins.
    Lykilhugtök: Bati, áhrifavaldur, notandi

Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
batiged.pdf824.9 kBOpinnÁhrifavaldar í bata geðsjúkra - heildPDFSkoða/Opna