Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27103
Rannsóknar efni þessarar ritgerðar eru fermingar.
Í ritgerðinni er leitast við að komast að því hvar börn á aldrinum 13-14 ára eru stödd í trúarþroska miðað við kenningar Ronald Goldmans og James Flowler.
Í kjölfarið eru tvær fermingar rannsakaðar. Annarsvegar trúarleg ferming Íslensku Þjóðkirkjunnar og hinsvegar borgaraleg ferming lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar.
Markmiðið þessarar ritgerðarinnar var að kanna trúarlegan- og siðferðislegan bakgrunn barna sem fermdust hjá þessum trú- og lífsskoðunarfélögum á síðastliðnum fimm árum. Með samanburðinum leitast ég við að komast að því hvað liggur að baki þeirri stóru ákvörðun sem unglingar þurfa að taka á þessum tíma lífsskeiðs síns. Ég rannsaka einnig kennsluefni þessara félaga og reyni að komast að því hvað félögin eiga sameiginlegt í kennslu sinni og hvar greini á.
Megin niðurstöður eru þær að börn sem fermast hjá Þjóðkirkjunni og Siðmennt hafa alla jafna raunverulegan skilning á fermingunni og taka sjálfstæða ákvörðun um fermingu. Þau hafa, samkvæmt kenningum um vitsmuna- og trúarþroska, aldur og þroska til þess að taka slíka ákvörðun.
Þróun í þjóðfélaginu gerir það að verkum að valkostum hefur fjölgað og það er ekki lengur hefðin sem að stýrir því hvar börn fermast.
Á fermingardaginn staðfesta þau að þau vilji gerast siðferðilega ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi, en þau gera það á ólíkum forsendum eins og hér hefur verið rakið.
This dissertation is concerned with confirmation.
In this thesis the objective was to study the stage of spiritual and religious development of adolescents aged 13-14 in relation to the theories of Ronald Goldman and James Fowler. Two different confirmation ceremonies were studied. The former being a religious confirmation of the Icelandic National Church and the latter being a secular confirmation by the philosophical association Siðmennt.
The method for achieving the objective was to explore the religious and moral background of adolescents which were confirmed by these two associations in the last five years. With this comparison, I explore the decision making process of the adolescents as they make this important decision. Additionally, the teaching material of these associations will be explored and a comparative analysis performed on the methods used in teaching.
The main results are those that children confirmed by the Þjóðkirkjan and Siðmennt have on average an in depth understanding of the confirmation ceremony and reach the independent conclusion of being confirmed. They have, according to theory about the cognitive- and religious development of children, reached both age and development to take such a decision.
Societal change has led to an increase in the number of options available to adolescents and tradition alone no longer has a deciding influence where adolescents are confirmed. On the day of confirmation, the adolescents confirm that they are willing to become morally responsible citizens in a civic society. However, as has been covered, their presuppositions for doing so differ.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MAG.THEOL Ritgerð.pdf | 1.85 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
hi_kapa_0417_isl.pdf | 187.47 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
Viljayfirlýsing.pdf | 5.87 MB | Lokaður | Yfirlýsing |