is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27107

Titill: 
 • Inntak forsjár með hliðsjón af réttindum barns
 • Titill er á ensku Custody in the best interest of the child
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað á stöðu barnafjölskyldna og hlutverki fjölskyldumeðlima á síðastliðnum árum og áratugum og aukin áhersla verið lögð á sameiginlega ábyrgð foreldra á uppeldi barna sinna. Í takt við þá þróun var sameiginleg forsjá gerð að meginreglu við skilnað eða sambúðarslit foreldra með breytingarlögum nr. 69/2006.
  Barnasáttmálinn er einn yfirgripsmesti alþjóðasamningur sem gerður hefur verið og ein helsta fyrirmynd aðildarríkjanna við samningu réttarreglna á sviði barnaréttar. Í inngangi hans kemur fram að fjölskyldan sé grundvallareining sérhvers samfélags og hið eðlilega umhverfi til vaxtar og velferðar barns. Réttur foreldra til að annast annast uppeldi barna sinna og réttur barna til að njóta umönnunar fjölskyldu án utanaðkomandi afskipta stjórnvalda nýtur verndar samkvæmt 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs og mikið þarf til að koma svo þau réttindi verði skert með einhverjum hætti. Reglan um rétt foreldra til að fara með forsjá yfir börnum sínum er ein af helstu grundvallarreglum á sviði barnaréttar og í 28. gr. núgildandi barnalaga nr. 76/2003 er að finna almennt ákvæði um inntak forsjár þar sem fram koma helstu réttindi og skyldur sem hvíla á foreldrum sem fara með forsjá barns.
  Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvað felst í inntaki forsjár með hliðsjón af réttindum barns og hvað sé því fyrir bestu. Í fyrsta kafla verður farið yfir grundvallarreglur Barnasáttmálans við nánari útfærslu á réttindum barns og rétti barna til fjölskyldu gerð skil. Í því samhengi verður farið yfir helstu hlutverk fjölskyldunnar og einnig hvaða tilvik heimila takmarkanir á rétti barna til að njóta umönnunar foreldra sinna. Til að varpa ljósi á þær breytingar sem hafa orðið á fyrirkomulagi forsjár verður í þriðja kafla farið yfir sögulega þróun hugtaksins. Í kaflanum verður einnig litið til þess hvernig ákvörðun forsjár er háttað og hvaða sjónarmiða er litið til við töku þeirra.
  Í fjórða kafla verður farið yfir þær skyldur og þau réttindi sem felast í forsjá og að hvaða leyti forsjárréttur foreldra getur takmarkast með hliðsjón af réttindum barns. Í fimmta kafla verður fjallað um ákvarðanatöku foreldra um málefni barna sinna þegar forsjá er sameiginleg og heimildum beggja foreldra til að ráða málefnum barns til lykta gerð skil. Í ljósi þess að íslensk löggjöf sækir að mörgu leyti fyrirmynd sína í löggjöf norrænna þjóða á sviðum barnaréttar verður einnig farið stuttlega yfir hvernig ákvarðanatöku er háttað þegar forsjá er sameiginleg í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Í sjötta kafla verður með hliðsjón af efnistökum ritgerðarinnar slegið föstu hvað felst í inntaki forsjár að íslenskum rétti að virtum viðurkenndum viðmiðum og gildum samfélags eins og þau birtast í settum lögum og að teknu tilliti til sjálfsákvörðunarréttar barnsins eftir aldri þess og þroska.

Samþykkt: 
 • 5.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27107


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erla Björk Guðjónsdóttir_lokaskil.pdf1.04 MBLokaður til...04.05.2050HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf1.39 MBLokaðurYfirlýsingPDF