is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27108

Titill: 
  • Dregið í dilka: Kenningar um eðli og tilurð félagshópa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verur farið yfir mismunandi kenningar og þætti sem við koma félagshópum og reynt að gera grein fyrir eðli og tilurð þeirra. Félagshópar eru stór hluti af okkar félagslega veruleika og geta haft mikil áhrif í líf einstaklinga. Markmiðið er að setja fram skýrari mynd af því hvað félagshópar eru, hvernig þeir verða til og hvernig einstaklingum er skipað í félagshópa. Byrjað verður á því að fara í gegnum kenningar Johns Searle um eðli og mismunandi þætti félagslegs veruleika okkar. Því næst verður farið yfir kenningar Margaret Gilbert, Katherine Ritchie og Brians Epstein um félagshópa og skoðuð mismunandi sjónarmið um eðli þeirra. Félagsleg smíðahyggja verður til umfjöllunar þar á eftir og skoðað verður hvernig hún getur hjálpað til við að gera grein fyrir því hvað félagshópar eru og hvernig þeir verða til. Í lokin verða niðurstöður umfjöllunar teknar saman og reynt að færa rök fyrir þeirri hugmynd að eðli og tilurð félagshópa byggi á félagslega smíðuðum hugmyndum um fólkstegundir sem hægt er að ganga í með sameiginlegri íbyggni eða að einstaklingar séu félagslega smíðaðir til að falla inn í ákveðna félagshópa.

Samþykkt: 
  • 5.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27108


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jan Martin Jónasson.pdf653.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf14.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF