is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27109

Titill: 
  • Að stríða feðraveldinu. Notkun húmors í jafnréttisumræðu.
  • Titill er á ensku Laughing at patriarchy. The use of humor in the discourse on gender equality.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um upplifun kvenna á notkun húmors í jafnréttisumræðu. Ég tók viðtöl við þrjár konur sem eru virkir þátttakendur í jafnréttisumræðu og þær voru spurðar út í hvernig þær upplifðu húmor, hvernig þær notuðu húmor og hvaða annmarka þær teldu að fylgdi því að notast við grín þegar rætt væri um þung og erfið málefni. Farið er yfir kenningar og hugtök sem tengjast húmor og húmorfræðum og þær settar í samhengi við svör viðmælendanna til að gefa dýpri skilning á viðfangsefninu. Helstu niðurstöður þessarar rannsóknarritgerðar eru þær að hlutverk húmors er margvíslegt þegar kemur að jafnréttisumræðu. Húmor getur verið valdeflandi og gert femínistum og öðru baráttufólki auðveldara fyrir að koma skilaboðum sínum á framfæri á aðgengilegan máta. Húmor getur líka verið mikilvægt tæki til þess að ræða þung og alvarleg málefni sem geta fylgt umræðu um jafnrétti kynjanna svo sem um kynbundið ofbeldi og fóstureyðingar. Hlutverk húmors í því samhengi er að vera tæki til spennulosunar en einnig getur það verið tæki til þess að skauta framhjá því að ræða alvarleika málsins. Helstu áskoranirnar sem felast í því að nota húmor í jafnréttisumræðu felast í því að það er mikil krafa um að sýna nærgætni, vera meðvitaður um forréttindi sín og bakgrunn auk þess sem það skiptir máli að geta lesið vel í áheyrendahópinn og samhengið til þess að húmorinn sé ekki niðrandi eða smættandi.

Samþykkt: 
  • 5.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27109


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að stríða feðraveldinu.pdf614.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing skemman.pdf33.68 kBLokaðurYfirlýsingPDF