is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27110

Titill: 
  • Ábyrgð stjórnenda félaga. Með hliðsjón af dómaframkvæmd Hæstaréttar í málum þar sem skattskilum félaga er ábótavant.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hlutafélög og einkahlutafélög eru skipulagsbundin félög en grundvöllur félagaformsins er takmörkuð ábyrgð félagsmanna á skuldbindingum félags. Stjórnareiningum félaga er skipt í þrennt. Hluthafar fara með æðsta vald í félagi. Hluthafarnir fela félagsstjórn eftirlit með starfsemi félags og félagsstjórn ræður sér framkvæmdastjóra sem annast daglegan rekstur. Miklir hagsmunir hvíla í höndum stjórnenda og þeir bera ábyrgð á því að starfsemi félags sé jafnan í réttu og góðu horfi og í samæmi við reglur laga, sbr. 68. gr. hfl. og 44. gr. ehfl.
    Hlutafélög bera sjálf ábyrgð á því að skattskilum sé háttað í samræmi við lög, félag í rekstri þarf að gæta að ákvæðum tekjuskattslaga, laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, laga um virðisaukaskatt og laga um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Ef skattskilum hefur ekki verið háttað í samræmi við ákvæði þessara laga geta stjórnendur þeirra bakað sér refsiábyrgð.Þegar kemur að því að meta ábyrgð stjórnenda hefur þróunin verið í þá átt að notast við reglufest saknæmi. Þá er horft til skráðra hátternisreglna bæði í lögum og samþykktum félaga. Ef að hátternisregla hefur verið brotin eru meiri líkur á að viðkomandi verði talinn hafa sýnt af sér saknæma háttsemi.
    Í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar í nýjustu dómum er varða ábyrgð stjórnenda á skattskilum félaga verður að telja að nokkur réttaróvissa sé uppi um hvernig ábyrgðinni sé háttað. Í málunum virðist höfuðáherslan lögð á það hvernig verkaskiptingu var háttað og hver bar raunverulega ábyrgð á því að skila sköttum og gjöldum. Þetta er ekki í samræmi við umfjöllun um saknæman eftirlitsskort þ.e. að framkvæmdastjóri og meðlimir félagsstjórnar baki sér refsiábyrgð með því að sinna ekki þeim skyldum sem hvíla á þeim lögum samkvæmt. Ef þróunin er sú að höfuðáhersla sé lögð á niðurstöðuna um hver bar raunverulega ábyrgð á því sem miður fór í skattskilum félags má velta því fyrir sér hvort dómstólar hafi mótað einskonar raunveruleikareglu á kostnað reglna um saknæman eftirlitsskort. Þá má einnig velta því upp hvort niðurstöðurnar í málunum hafi neikvæð áhrif á varnaðaráhrif lagareglna sem kveða á um jákvæðar skyldur félagsstjórnar og framkvæmdastjóra.

Samþykkt: 
  • 5.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27110


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jenný Harðardóttir - Lokaeintak.pdf1.18 MBLokaður til...05.05.2050HeildartextiPDF
undirrituð yfirlýsing - skemman.pdf1.8 MBLokaðurYfirlýsingPDF