is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27113

Titill: 
  • Regluverk á tímamótum. Breytingar á reglum um markaðsmisnotkun í kjölfar innleiðingar markaðssvikareglugerðar ESB nr. 596/2014
  • Titill er á ensku Changes in the Rules Regarding Market Manipulation Following the Implementation of the Market Abuse Regulation 596/2014
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Innan Evrópusambandsins (ESB) hefur reglum um verðbréfamarkaði fjölgað, auk þess sem aukinnar samræmingar gætir. Ísland hefur skuldbundið sig til þess að taka upp í landsrétt tiltekinn hluta afleiddrar löggjafar ESB á grundvelli EES-samningsins og tekur það til reglna um verðbréfamarkaði. Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á breytingar á reglum ESB um markaðsmisnotkun í kjölfar hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu og lýsa sérstaklega inntaki reglna um markaðsmisnotkun. Einnig er fjallað um þau áhrif sem reglur Evrópuréttar hafa á innlendar reglur um fjármálamarkaði og hvaða mörk löggjafanum eru sett. Þá verður fjallað um þær breytingar sem felast í reglugerð ESB nr. 596/2014 um markaðssvik, og sérstaklega litið til 12. gr. reglugerðarinnar um markaðsmisnotkun. Þá verður þeirri spurningu svarað, hvort þörf sé á endurskoðun landsréttar, einkum 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.
    Í upphafi ritgerðarinnar er vikið að sögulegri þróun reglna sem snúa að verðbréfamörkuðum og eftirliti með þeim, auk þess sem gerð er grein fyrir þeim hagfræðilegu sjónarmiðum sem búa að baki reglusetningu á því sviði. Því næst er fjallað um inntak hugtakanna markaðssvik, markaðsmisnotkun og verðbréfamarkaður og vikið að Evrópusambandsrétti. Meðal annars er fjallað um innri markað Evrópu og fjórfrelsi innan ESB. Þá er vikið að inntaki þessara hugtaka með tilliti til þeirra sjónarmiða sem gilda á hinu Evrópska efnahagssvæði (EES) og þýðingu þessara hugtaka fyrir Ísland með tilliti til aðildar Íslands að EES. Síðan er farið yfir hvaða áhrif aðild Íslands að EES hefur haft á regluverk um viðskipti með fjármálagerninga og vikið að gildandi landsrétti um markaðsmisnotkun og þeirri þróun sem orðið hefur á ákvæðum þar að lútandi á undanförnum árum. Þá er fjallað um inntak 117. gr. vvl. og tengsl ákvæðisins við tilskipun nr. 2003/6/ESB um markaðssvik auk þess að veita yfirlit yfir íslenska dómaframkvæmd. Í lok ritgerðar er fjallað um inntak MAR-reglugerðarinnar og þær breytingar sem reglugerðin hefur í för með sér, einkum þegar kemur að reglum um markaðsmisnotkun. Þar að auki er fjallað um helstu ákvæði bandarískra laga um markaðsmisnotkun og þau borin saman við ákvæði vvl. um markaðsmisnotkun. Að lokum er ályktað um hvort þörf sé á heildarbreytingum á íslenskum lögum í kjölfar innleiðingar MAR-reglugerðarinnar og því svarað hvort breytinga sé þörf á íslenskum reglum um markaðsmisnotkun með tilliti til innleiðingar MAR.

Samþykkt: 
  • 5.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27113


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - Garðar Helgi Biering.pdf995.84 kBLokaður til...01.06.2040HeildartextiPDF
Yfirlýsing .pdf258.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF