en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27117

Title: 
 • Title is in Icelandic Innlimun dauðans. Um dauðaþráhyggjuna í myndlistinni undir lok 19. aldar
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari ritgerð er fjallað um birtingarmyndir dauðans í völdum verkum eftir Edvard Munch, Alfred Kubin og Arnold Böcklin. Tildrögum viðfangsefnisins verður gerð skil og það sett í samhengi við kenningar sem lúta að dauðanum. Fjallað verður um sýn þeirra þriggja á dauðann, rannsakað hvað hún á sammerkt og grennslast fyrir um hvort sýn þeirra skeri sig að einhverju markverðu leyti frá hver öðrum og samtímamönnum þeirra í sambandi við dauðaþráhyggju symbólismans.
  Dauðinn varð að eins konar tískufyrirbæri innan myndlistarinnar undir lok 19. aldar, að ljóðrænu minni sem gaf persónulegri tilfinningatjáningu listamannanna lausan tauminn. Almenn tilhneiging symbólistanna var að beita fyrir sig dauðanum sem tákni til að vísa út fyrir veruleikann, en hinn nýi heimur sem vísindahyggjan boðaði í kjölfar iðnbyltingarinnar átti að vera þess umkominn að bæta félagslegar aðstæður almennings en vanrækti andlegt líf einstaklingsins. Symbólistarnir veigruðu sér við að stíga inn í hinn nýja heim. Í því umhverfi verður dauðaþráhyggjan sem gegnsýrði myndlistina undir lok 19. aldar til.
  Það sem öðru fremur tengir saman birtingarmyndir dauðans í verkunum sem eru tekin voru fyrir er umfjöllun listamannanna um hinn áþreifanlega dauða. Dauðaþráhyggja symbólismans fjallaði öðru fremur um flótta til hins andlega veruleika sem pósítífisminn gat ekki fullnægt en dauðinn sem listamennirnir þrír draga beint eða óbeint fram í verkunum sem eru til umfjöllunar vísar ekki út fyrir sjálfan sig, þ.e.a.s. út fyrir reynslu listamannanna. Í þeim skilningi er umfjöllun listamannanna þriggja um dauðann einstök.

Accepted: 
 • May 5, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27117


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
kristofer pall ba innlimun daudans.pdf1.7 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
yfirlysing.pdf323.49 kBLockedYfirlýsingPDF