is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27123

Titill: 
 • Þær tala enn, þótt dauðar séu. Um lífshlaup, trúarafstöðu og kvennabaráttu Ólafíu Jóhannsdóttur og Aðalbjargar Sigurðardóttur
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Trúin hefur mótandi áhrif á sjálfsmynd okkar og lífshlaup og með því að skoða lífssögu fólks getum við lært margt um trúarþroska þess. Markmiðið með þessari ritgerð er að sýna fram á hvernig trúarafstaða kvenréttindakvennanna Ólafíu Jóhannsdóttur og Aðalbjargar Sigurðardóttur, mótaði sjálfsmynd þeirra og lífshlaup annars vegar, og hins vegar með hvaða hætti umræddar konur beittu sér í íslenskri kvennabaráttu. Trúarbarátta beggja þessara kvenna var flókin en þær áttu það sameiginlegt að starfa báðar að mannúðarmálum í krafti trúarinnar. Önnur í Noregi og hin á Íslandi. Um aldamótin 1900 og fram á miðja tuttugustu öldina urðu miklar samfélagslegar breytingar á Íslandi en á þeim tíma var þjóðin að berjast fyrir sjálfstæði sínu sem lauk árið 1944 með stofnun lýðveldisins. Í upphafi ritgerðar má finna sögulegt yfirlit um íslenskt þjóðlíf á árunum 1850-1970 en það er tímabilið sem til umfjöllunar er. Í kjölfarið er gerð grein fyrir því hvernig orðræðan var í samfélaginu á þeim tíma og hvaða áhrif konur höfðu á það hvernig þær hugsuðu um stöðu sína og þá möguleika sem þær höfðu í lífi og starfi. Í lokin er gerð grein fyrir því hvernig trúin mótaði sjálfsmynd og lífshlaup Ólafíu og Aðalbjargar og hvernig þær trúarupplifanir sem þær urðu fyrir um ævina tengdust ákveðnum atburðum í lífi þeirra beggja. Þá er jafnframt gerð grein fyrir því hversu ötular baráttukonur Ólafía og Aðalbjörg voru fyrir réttindum kvenna og hvað þær höfðu mikil áhrif á íslenska kvennabaráttu á 19. og 20. öld.
  Lykilorð: Íslensk kvennabarátta, íslensk kirkjusaga, kristin trú, kvennasaga

 • Útdráttur er á ensku

  Religion can change our personality and curriculum vitae. Therefore biographies can give knowledge on development of religion. This thesis focuses on two well known Icelandic women, Olafia Johannsdottir and Adalbjorg Sigurdardottir. The focus in this thesis is on the one hand to find out how religion attitude shapes both their personality and curriculum vitae, and on the other hand, how these women joined the Icelandic women's rights campaign. Their religious attitude through the life is complex however they worked both on humanitarian issues through the power of religion, Olafia in Norway and Adalbjorg in Iceland. Major changes of the Icelandic community took place from the end of 1900 and until the mid-twentieth century. At the same time the nation was asking for its independence which ended with the establishment of the Republic of Iceland in 1944. In the beginning of the essay is a short historical overview of Icelandic national life from 1850 to 1970, the same period as is discussed in the thesis. Subsequently, it is explained how the debate was in the Icelandic community at that time and what effect women had on it, from their position in the community and potential to expand their curriculum vitae. Finally, the thesis goes into detail on the one hand how the religious shape both Olafia and Adalbjorg's personality and curriculum vitae and on the other hand how their religious experiences were associated with certain personal events. It is also clearly stated how powerful Olafia and Adalbjorg were to fight for women's rights and their great impact on the women's rights campaign in the 19th and 20th centuries.
  Keywords: Icelandic Women‘s History, Icelandic Church History, Christian religion, Women‘s History

Samþykkt: 
 • 5.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27123


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jónína Ólafsdóttir.pdf935.97 kBOpinnPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir Skemmu.pdf116.73 kBLokaðurPDF