is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27129

Titill: 
 • Rekstrarfélög sérhæfðra sjóða. Innleiðing og ábyrgðarreglur tilskipunar 2011/61/ESB
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginumfjöllunarefni ritgerðarinnar lýtur að innihaldi tilskipunar Evrópusambandsins um rekstrarfélög sérhæfðra sjóða nr. 2011/61/ESB. Tilskipunin inniheldur ítarlegar reglur um starfsemi rekstrarfélaga sérhæfðra sjóða og er markmiðið með umfjöllun um innihald tilskipunarinnar að gefa heildstætt yfirlit yfir ábyrgðarreglur hennar. Ritgerðin kemur inn á hvaða kosti löggjafinn hefur til þess að uppfylla skyldu okkar til samræmingar á tilskipuninni.
  Á meðan ritgerðin er skrifuð hefur fyrirhuguð innleiðing ekki átt sér stað né frumvarp verið birt. Grundvöllur samanburðarumfjöllunar verður þar af leiðandi samanburður við ríki sem Ísland ber sig saman við í lagasetningu.
  Ritgerðin kemur einnig til með að gera grein fyrir hlutverki sérhæfðra sjóða í fjármálakreppunni og markmiðum ESB að koma í veg fyrir álíka kerfishrun með því að samræma reglur um rekstrarfélög sérhæfðra sjóði. Þar verður ljósi varpað á þá hvata sem að lágu að baki samningu tilskipunarinnar og hvort að gengið sé of langt með tilliti til meðalhófs.
  Í september 2016 var tilskipunin tekin inn í EES-samninginn og eiga Íslendingar von á því að hún verði hluti af landsrétti í náinni framtíð á grundvelli þjóðarréttarlegra skuldbindinga Íslands. Þar sem tilskipunin hefur ekki verið tekin upp í landsrétt kemur ritgerðin til með að einblína á þau áhrif sem fyrirsjáanlegt er að tilskipunin hafi á landsrétt á grundvelli þeirrar reynslu sem hefur myndast innan ESB.

Samþykkt: 
 • 5.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27129


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sérhæfðir sjóðir.pdf1.41 MBLokaður til...05.05.2137HeildartextiPDF
Scan 5 May 2017, 08.37.pdf533.7 kBLokaðurYfirlýsingPDF