is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27131

Titill: 
  • Akstur er dauðans alvara. Rýnt í útfærslu, boðskap og hugmyndafræði almannaheillaauglýsinga í umferð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um auglýsingar sem ætlað er að hafa áhrif á hegðun neytandans, þ.e. auglýsingar sem ekki eru gerðar til að selja tiltekna vöru, heldur framkalla hughrif og verður athyglinni eingöngu beint að nokkrum sérvöldum auglýsingum sem tengjast umferð. Þessar tegundir auglýsinga hafa verið nefndar „almannaheillaauglýsingar“ og var sá flokkur auglýsinga nánast óþekktur fyrir árið 1968 en segja má að eftir gildistöku hægri umferðar þann 26. maí það ár hafi fyrst aðeins farið að bera á slíkum auglýsingum í fjölmiðlum. Hér verður aðallega fjallað um tvær sjónvarps/kvikmyndaauglýsingar sem tengjast umferð og er ætlað að breyta, eða hafa áhrif á, hegðun fólks í umferðinni. Einnig verður skoðuð athyglisverð auglýsingaherferð fyrir blöð og tímarit sem sló tóninn hvað varðar tilfinningaþrungnar auglýsingar. Fjallað verður lauslega um upphaf almannaheillaauglýsinga í umferð hér á landi, tegund auglýsinga m.t.t. aðstæðna í samfélaginu hverju sinni, hvaða markhópum þeim er beint að, kynjahlutföllum, útfærslu og hugmyndafræði og hvernig þær endurspegla samfélagið á hverjum tíma. Þá verða tekin dæmi af auglýsingum sem hafa vakið ótta eða óhugnað og í sumum tilfellum verið bannaðar. Að lokum verður reynt að skoða hvort slíkar auglýsingar hafi áhrif á fólk þannig að hegðun þess breytist til betri vegar í umferðinni.

Samþykkt: 
  • 5.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27131


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerdfinal4MAI2017.pdf2.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.jpg658.94 kBLokaðurYfirlýsingJPG