is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27137

Titill: 
  • Tilfinningalegur veruleiki unglinga með ADHD. Birtingarmynd í samskiptum við foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi greinir frá hvernig tilfinningalegur veruleiki ungmenna með ADHD birtist í samskiptum við foreldra. Reynt var að öðlast skilning á því hvernig líðan og sjálfsmynd ungmennanna þróast, ásamt því hvernig tengsl verða til og birtast í samskiptum við þeirra nánustu. Stuðst var við erlendar og íslenskar heimildir til að varpa ljósi á viðfangsefnið. Niðurstöður þessarar ritgerðar eru margvíslegar en bera þó allar með sér að ungmenni með ADHD glíma við flókinn veruleika og oft og tíðum flóknari en jafnaldrar þeirra sem ekki hafa greinst með ADHD. Ber þar helst að nefna hversu erfið tilfinningastjórnun getur reynst þeim, svo ekki sé minnst á þekktar hindranir sem fylgja ADHD líkt og athyglisbrestur, hvatvísi eða ofvirkni.Einnig er þekkt algengi þess að börn með ADHD greinist með fylgiraskanir eins og þunglyndi, kvíða, þráhyggju- og áráttuhegðun, mótþróaþrjóskuröskun, hegðunarerfiðleika eða geðhvarfasýki. Alls tveir þriðju allra ungmenna með ADHD greinast með eina eða fleiri þessara fylgiraskana. Jákvæð foreldrasamskipti eru verndandi þáttur fyrir ungmenni með ADHD og stuðla enn fremur að því að þau þrói með sér jákvæða sjálfsmynd í sínum flókna veruleika. Hindranir sem verða á vegi þessara barna eru margar og geta komið í veg fyrir jákvæða þátttöku í samfélaginu. Því er mikilvægt að ungmenni með ADHDsem glíma við erfiðleika vegna röskunar sinnar,eða foreldrar þeirra, hræðist ekki að leita aðstoðar fagaðila ef samskiptinganga ekki vel. Félagsráðgjafar eru fagstétt sem hefur sérhæft sig í að greina vanda, hvort sem vandinn liggur hjá einstaklingnum eða í umhverfi hans, með heildarsýn að leiðarljósi.Ungmenni með ADHD eru hæfileikaríkir einstaklingar sem hafa margt jákvætt fram að færa til samfélagsins. Því er mikilvægt að styðja við færni þeirra í jákvæðum samskiptum, sem og tilfinningastjórnun, til að greiða leið þeirra út í samfélagið svo þeir fái notið sín sem einstaklingar, geti nýtt styrkleika sína og þannig lagt sitt af mörkum til samfélagsins.

Samþykkt: 
  • 5.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27137


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Lokaskjal_Tilfinningalegur veruleiki unglinga með ADHD..pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.jpg3.62 MBLokaðurYfirlýsingJPG