is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27140

Titill: 
 • Jöfn fyrir lögum. Jafnræði málsaðila fyrir dómi samkvæmt lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ein þeirra meginreglna sem gildir í réttarfari er reglan um jafnræði málsaðila. Reglan er veigamikill þáttur í reglunni um réttláta málsmeðferð, sem er m.a. lögfest í 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar á sér einnig stoð í mannréttindasáttmála Evrópu, þ.e. í 1. mgr. 6. gr. sáttmálans. Reglan birtist okkur einnig sem ólögfest meginregla í löggjöf hérlendis, og hefur áhrif á ýmis ákvæði íslenskrar löggjafar, og þá sérstaklega réttarfarslöggjafar.
  Hér er ætlunin að skoða sérstaklega þann hluta málsmeðferðar í einkamálum sem snýr að jafnræði málsaðila við meðferð einkamála. Nánar tiltekið er markmiðið að skoða hvaða áhrif reglan um jafnræði málsaðila við meðferð einkamála hefur á beitingu ákvæða einkamálalaga. Til að leita svara við því verður fjallað um áhrif reglunnar á dómaframkvæmd, bæði innlenda dómaframkvæmd og dómaframkvæmd mannréttindadómstóls Evrópu. Jafnræðisregluna er mögulegt að flokka í efnisþætti, til dæmis eftir því á hvaða stigi málsmeðferðar reynir á regluna. Hér verður þeirri aðferð beitt, og fjallað um regluna í nokkurs konar tímaröð; frá upphafi máls og allt þar til dómur fellur í máli.
  Jafnræðisreglan hefur sterk tengsl við reglur um sjálfstæða og óvilhalla dómstóla. Ef dómstóll er hlutdrægur, til dæmis á þann veg að dómari dregur taum annars aðila leiðir það að öllum líkindum til þess að jafnræðisregla telst brotin. Því má segja að skilyrðið um sjálfstæðan og óvilhallan dómstól sé ein grundvallarforsenda þess að jafnræði ríki fyrir dómi.
  Umfjöllunin byggist einkum á greiningu á dómum Hæstaréttar.
  Áhrifa reglunnar gætir sem lögskýringarsjónarmiðs og ráða má af dómum Hæstaréttar að hugsanlegt sé að í ákveðnum tilvikum hafi reglan þau áhrif að lögskýringarkostur sem er í samræmi við jafnræðisreglu er valinn, frekar en kostur sem er í andstöðu við sjónarmiðin sem búa að baki reglunni.

Samþykkt: 
 • 5.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27140


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Iðunn Garðarsdóttir-MA.pdf829.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
kvittun-iðunn.pdf1.64 MBLokaðurYfirlýsingPDF