is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27144

Titill: 
  • Þunglyndi barna: Hefur þunglyndi foreldra áhrif á börn þeirra og ef svo er, á hvaða hátt?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um þunglyndi barna og áhrif þunglyndra foreldra á börn þeirra. Þunglyndi er almennt skilgreint sem lækkað geðslag sem á sér stað öllum stundum og hefur áhrif á líðan, hugsun og daglegt líf einstaklingsins. Þunglyndi er algengasta geðröskunin í heiminum í dag en hægt er að greinast með sjúkdóminn á hvaða aldri sem er. Áður fyrr var haldið fram að börn og ungmenni gætu ekki greinst með þunglyndi en ný vitneskja sýnir að þunglyndi barna er mun algengara en haldið var. Talið er að þunglyndi stafi af blöndu ýmissa þátta, svo sem líffræðilegum, erfðafræðilegum, sálfræðilegum og umhverfisþáttum og eru konur taldar líklegri til að þróa með sér þunglyndi frekar en karlar. Þunglyndi á meðal mæðra er stórt vandamál því það getur ekki einungis haft áhrif á þær sjálfar því þunglyndið getur haft áhrif á heilsu barna þeirra og þroska. Börn sem eiga þunglynda foreldra eru í meiri hættu á að þróa með sér þunglyndi og/eða aðra geðsjúkdóma og raskanir. Ýmsir þættir eins og uppeldi, áföll og erfðir geta haft áhrif á þróun þunglyndis hjá einstaklingum og eru líklegir til þess að auka líkur á að viðkomandi þrói með sér þunglyndi einhverntímann á lífsleiðinni. Þrátt fyrir að þunglyndi foreldra spái fyrir um að börn þrói með sér þunglyndi á fullorðinsárum er hægt að meðhöndla það með góðum árangri með aðstoð ýmissa úrræða.

Samþykkt: 
  • 5.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27144


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FRG261L_Þunglyndi barna_LOKASKJAL.pdf698.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg3.21 MBLokaðurYfirlýsingJPG