is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27147

Titill: 
 • Aðgangur umsækjenda um alþjóðlega vernd að dómstólum
 • Titill er á ensku Access to court for asylum seekers
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari er fjallað um aðgang umsækjenda um alþjóðlega vernd að dómstólum með það að markmiði að leiða í ljós hvort íslenska ríkið uppfylli innlendar sem alþjóðlegar skuldbindingar sínar í þessum efnum. Verður leitast við að svara þeirri spurningu hvort ákvæði 60. gr. stjórnarskrárinnar, sem felur í sér endurskoðun dómstóla á stjórnvaldsákvörðunum, og ákvæði 70. gr. stjórnarskrárinnar, sem kveður á um rétt einstaklinga til þess að bera mál sín undir óháðan og óhlutdrægan dómstól, auk þeirra alþjóðlegu skuldbindinga sem tryggja aðgang manna að dómstólum séu uppfyllt.
  Aðgangur að dómstólum telst til grundvallarmannréttinda. Hann er tryggður í 70. gr. stjórnarskrárinnar og jafnframt í helstu mannréttindasáttmálum, svo sem í 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem hefur verið lögfestur hér á landi og 14. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Mikilvægi þess að menn geti fengið úrlausn dómstóla um réttindi sín og skyldur felst m.a. í því að dómstólar skulu vera sjálfstæðir og óhlutdrægir. Öllum þeim einstaklingum sem eru staddir innan landamæra íslenska ríkisins skal tryggður þessi réttur óháð þjóðerni eða ríkisborgararétti.
  Að undanförnu hafa verið umræður á meðal lögfræðinga og fleiri um það hvort réttaröryggi umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks sé tryggt. Hefur sjónum m.a. verið beint að aðgangi þeirra að dómstólum og möguleika á endurskoðun dómstóla á synjun stjórnvalda á umsókn um alþjóðlega vernd.
  Til þess að svara framangreindri rannsóknarspurningu verður hinni lagalegu aðferð beitt, þ.e.a.s. réttarheimildir er efnið varða verða rannsakaðar og túlkaðar með almennt viðurkenndum lögskýringaraðferðum. Niðurstaðan ræðst því ekki af huglægu mati eða skoðun höfundar.
  Niðurstöður ritgerðarinnar leiða í ljós að mál þessara einstaklinga eru nær eingöngu í höndum stjórnvalda hér á landi og fara sjaldan fyrir dómstóla. Aðgangur umsækjenda um alþjóðlega vernd kann að vera takmarkaður um of og ekki virkur í raun. Með því að takmarka ákveðinn málaflokk við úrlausn stjórnvalda og girða fyrir að einstaklingar geti borið stjórnvaldsákvarðanir undir dómstóla til endurskoðunar er búið að kippa einum þætti ríkisvaldsins, dómsvaldinu, í burtu og stenst það ekki ákvæði 60. og 70. gr. stjórnarskrárinnar.

Samþykkt: 
 • 5.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27147


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing_Áslaug Björk Ingólfsdóttir.pdf28.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Áslaug Björk Ingólfsdóttir - meistararitgerð - Skemman.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna