is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27148

Titill: 
 • Viðhorf íslenskra stjórnenda til siðferðilegrar forystu: Rannsókn á siðferðilegri vídd íslenskra stjórnenda hjá framúrskarandi fyrirtækjum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Siðferðileg forysta (e. ethical leadership) er rannsóknarefni sem er skammt á veg komið en hefur í kjölfar fjölda spillingarmála í viðskiptalífinu undangenginna ára orðið fræðimönnum hugleikin. Markmið þessarar ritgerðar er að greina siðferðilega vídd í stjórnunarháttum stjórnenda sem starfa hjá framúrskarandi fyrirtækjum í íslensku viðskiptalífi samkvæmt árlega útgefnum lista Creditinfo. Til grundvallar rannsókninni verður stuðst við kenningu Browns, Trevino og Harrison (2005) um siðferðilega forystu. Þar sem bæði kenningin sjálf er enn í mótun og rannsóknir á henni skammt á veg komnar var í fræðilega hlutanum einnig leitast við að dýpka skilning á viðfangsefninu, siðferðilegri vídd leiðtogamennsku, með því að styðjast við siðfræðilega þekkingu sem og framlagi fræðimanna úr ólíkum áttum. Ekki hefur verið gerð íslensk rannsókn með sama sniði. Rannsóknin var eigindleg, í formi hálfstaðlaðra djúpviðtala (e. in-depth interview) og rannsóknarspurningin sjálf er tvíþætt: (1) Hver eru viðhorf íslenskra stjórnenda, sem starfa hjá framúrskarandi fyrirtækjum, til siðferðilegrar víddar leiðtogamennsku (2) Hvernig samræmast þau kenningunni um siðferðilega forystu?
  Niðurstöðurnar gefa til kynna heildarhyggju um siðferðilegar áherslur, þar sem viðhorf þátttakenda hverfist um þemun (1) Að bera traust til starfsmanna, (2) Umhugað um velferð starfsmanna, (3) Jafningjagrundvöllur, (4) Opin flæðandi samskipti og afslappaður starfsandi og (5) Samþætting velgengni og siðferðis. Sterkur samhljómur var á niðurstöðunum og kenningu siðferðilega forystu (e. ethical leadership) að undanskildu því að hvorki var lögð áhersla á að ræða um siðferði við starfsmenn né heldur að beita umbun eða hegningu til að hafa áhrif á siðferðilega hegðun þeirra.

 • Útdráttur er á ensku

  Ethical leadership is an under-researched topic, but following recent corruption scandals in the business world, its popularity has grown amongst academics. This paper will analyze the moral dimension of management practices within outstanding Icelandic companies, according to the list published yearly by Creditinfo. The basis of the study will be the theory of Brown, Trevino and Harrison (2005) on Ethical Leadership. As both the theory itself and related research are still underway, the theoretical part will also seek to deepen the understanding of the moral dimension of leadership by using ethical knowledge as well as the contribution of scholars from different sources. This is the first study of its kind conducted in Iceland. The research was a qualitative; in-depth interview were taken and the research question is twofold (1) What are the views of Icelandic executives, working in outstanding companies, to the ethical dimension of leadership (2) How do those views compare to the theory of ethical leadership?
  The results indicate that moral priorities are integral into the participants’ approaches to governing, where their views are focused on themes of: (1) Trusting the employees, (2) Employee well-being, (3) Treating others as their equal, (4) Open-flow communication and relaxed workplace environment (5) Integration of success and ethics. Strong harmony was found between the results and the theory of ethical leadership, with an exception in that the executives did not emphasize discussing ethics or values with their employees, nor did they apply rewards and punishments as means to promote ethical behaviour.

Samþykkt: 
 • 5.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27148


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kápa Sigurbjörg Helgadóttir.pdf187.39 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
20170505_123356.jpg3.4 MBLokaðurYfirlýsingJPG
Sigurbjörg%20Helgadóttir-nytt.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna