is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27151

Titill: 
  • Er munur á málþroska fyrirbura og fullburða barna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvort það sé munur á málþroska fyrirbura og fullburða barns. Til þess að athuga það var fleirtölupróf, sem innihélt bæði raunorð og bullorð, lagt fyrir tvo drengi, Hákon og Emil, sem voru tveggja ára og átta mánaða (2;8 ára) þegar athugunin fór fram. Auk þess spjallaði höfundur við foreldra drengjanna um málþroska þeirra og ytri þætti sem geta haft áhrif á máltöku og málþroska.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru að tölfræðilega er enginn munur á frammistöðu Hákons og Emils en eðli svara þeirra er ólíkt svo einstaklingsbundinn munur kemur fram í því hvort og hvernig þeir beita málfræðireglum til að mynda fleirtölu af orðum sem þeir ýmist þekkja eða þekkja ekki. Höfundur telur líklegt að ytri þættir á borð við hversu mikið er lesið fyrir drengina og tungumál þess afþreyingarefnis sem þeir hafa aðgang að hafi einhver áhrif á málþroska þeirra en sú kenning þarfnast frekari rannsókna. Niðurstaða þessarar könnunar er að einhverju leyti í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna að ekki sé marktækur munur á málþroska fyrirbura og fullburða barna en hins vegar sé ákveðinn einstaklingsbundinn munur til staðar. Í þessari rannsókn voru rannsökuð yngri börn en í fyrri rannsóknum sem gefur nýja sýn á þróun fleirtölumyndunar í íslensku og mun á málþroska fyrirbura og fullburða barna. Einnig var lögð meiri áhersla á að kanna ytri þætti en í fyrri rannsóknum.

Samþykkt: 
  • 5.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð_AME.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_AME.jpg3.46 MBLokaðurYfirlýsingJPG