Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/27156
Í þessari ritgerð er leitast við að útskýra hvaða afleiðingar það getur haft að forgangsraða í þágu vistvænnar neyslu sem mögulegrar lausnar við loftslagsvanda og litið á það hvort að áhersla á einstaklingsframtak í þágu loftslagsmála með vistvænni neyslu birtist á alþjóðastigi og í aðgerðum íslenskra stjórnvalda. Rök eru færð fyrir því að áhersla á einstaklingsframtakið með vistvænni neyslu á framangreindum stjórnunarstigum sé takmörkunum háð sem lausn á loftslagsvandanum. Ekki er leitast við að meta aðrar lausnir eða að stinga uppá öðrum betri valkostum, heldur einungis að taka fyrir einstaklingsframtakið með tilliti til vistvænnar neyslu.
Fjallað verður um vistvæna neysluhyggju og dregnar fram takmarkanir hennar sem lausn við loftslagsvanda áður en skoðuð eru dæmi um það hvernig áhersla á einstaklingsframtak og vistvæna neyslu birtist á alþjóðastigi og landsvísu. Ritgerðin leiðir í ljós þrenns konar takmarkanir vistvænnar neyslu sem lausnar á loftslagsvanda. Þar er um að ræða takmarkanir einstaklingsframtaksins, takmarkanir á því hvenær neysla er í raun vistvæn eða sjálfbær og hvernig vistvæn neysluhyggja leggur villandi áherslur á kjarna vandans. Meginniðurstaðan er sú að í alþjóðlegum aðgerðaáætlunum og aðgerðum íslenskra stjórnvalda er að finna greinilegar og áberandi áherslur á að stuðla að vistvænni neysluhyggju.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
LokaeintakBAHAÞ.pdf | 493.88 kB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Hildur skemmueyðublað.pdf | 148.68 kB | Locked | Yfirlýsing |