is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27157

Titill: 
  • Hvað er heilsutengd fréttamennska?: Heilsutengd fréttamennska á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni mitt til 30 eininga M.A.-prófs í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands eru sex sjónvarpsþættir og greinargerð um heilsutengda fréttamennsku. Í greinargerðinni er farið yfir hvað heilsutengd fréttamennska er, hvernig umfjöllun hefur breyst í gegnum árin varðandi fréttaflutning á heilsutengdum málefnum og hvernig er ákjósanlegast fyrir fjölmiðlamenn að bera sig að þegar kemur að gagnasöfnun og fréttaumfjöllun um heilsutengd málefni. Í greinargerðinni er einnig farið yfir undirbúning og vinnuferli sjónvarpsþáttanna sem fjalla um líkamann og starfsemi hans.
    Í þessu verkefni gat ég nýtt mína menntun í hjúkrunarfræði og áhuga minn á hreyfingu og heilsu til þess að gera sjónvarpsþætti sem fjalla um allt sem viðkemur líkamanum. Þættirnir eru viðtalsþættir þar sem leitast var við að svara spurningum tengdum líkamsstarfseminni. Valið var áhugavert umræðuefni fyrir hvern þátt og fundnir viðmælendur sem hentuði hverju viðfangsefni fyrir sig. Afrakstur verkefnisins voru sex sjónvarpsþættir sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.
    Við þetta verkefni kynnti ég mér heilsutengda fréttamennsku, hvernig hægt er að nýta hana til að auka þekkingu almenningsi um heilsutengd málefni og einnig hversu auðvelt er að villa um fyrir fólki ef rangt eða villandi er farið með staðreyndir. Farið var yfir samstarf fræðimanna og fréttamanna. Hvað hamlaði fréttamönnum við heilsutengda umfjöllun og hvað fræðimönnum fannst betur mætti fara þegar fjallað er um heilsutengd málefni.

Samþykkt: 
  • 5.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27157


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga María lokaverkefni.pdf593.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_0273.JPG1.8 MBLokaðurYfirlýsingJPG