is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27161

Titill: 
  • Fjárfestingamöguleikar: Fyrstu skref nýrra fjárfesta á markaði.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hvers vegna að fjárfesta, hvert er markmiðið? Hvaða stefnu höfum við í fjárfestingunum og fyrir hvað erum við að fjárfesta? Er það vegna þess að við erum að leggja til hliðar og láta fjármagnið vinna fyrir okkur þar til við förum af vinnumarkaði, eiga sjóð fyrir börnin þegar þau fara að fóta sig á sínum eigin fótum, eignast eitthvað meira, ferðast? Allt hefur þetta áhrif á hvers konar fjárfestingar við veljum.
    Erum við að leggja peningana í fjárfestingar til lengri tíma eða skemmri tíma? Ef við höfum tíma þá getum við frekar setið á okkur í gegnum skammtímasveiflur á markaði en þegar fjárfest er til skamms tíma. Viljum við fjárfesta í öruggri fjárfestingu með lægri ávöxtun til lengri tíma eða til skamms tíma með hærri ávöxtun og meiri áhættu? Viljum við fjárfesta á hlutabréfamarkaði, fasteignamarkaði, skuldabréfamarkaði, verðbréfasjóðum og svo framvegis? Við þurfum að setja okkur mörk á því hversu mikið fjármagn við viljum vinna með og hvenær ætlum við að leysa fjárfestingarnar upp og taka út fjármagnið. Erum við með ákveðna fjárhæð sem við viljum enda með við lok fjárfestingarinnar? Viljum við vernda höfuðstólinn eða eru engin mörk? Að ýmsu þarf að huga við ákvarðanatöku um fjárfestingar og leiðirnar eru óendanlega margar, hægt er að sníða lausnir eftir þörfum hvers og eins.

Samþykkt: 
  • 5.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27161


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjárfestingamöguleikar BS ritgerð.pdf786.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_0086.JPG1.66 MBLokaðurYfirlýsingJPG