is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27162

Titill: 
 • Járnhagur íslenskra blóðgjafa og frumufrí microRNA sem lífmerki fyrir járnhag blóðgjafa
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Mæling á ferritínstyrk í blóðsýni er viðurkennd aðferð til þess að meta járnbirgðir einstaklinga og er notuð til að meta járnhag nýrra blóðgjafa í Blóðbankanum. Einnig er ferritín mælt hjá virkum gjöfum eftir þörfum (grunur um járnskort). Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðis-málastofnunarinnar teljast járnbirgðir tæmdar ef ferritín mælist <15 μg/l. Við blóðgjöf tapast í hvert sinn um 250 mg járns. Þrátt fyrir að vera viðurkennd aðferð þá eru margir þættir sem geta gert ferritínmælingu óáreiðanlega. MicroRNA (miRNA) eru smágerðir bútar af RNA sem finnast á frumufríu formi í blóði og hafa verið rannsökuð sem lífmerki ýmissa sjúkdóma. Vegna tengingar miRNA við járnbúskap er áhugavert að skoða hvort miRNA séu möguleg lífmerki fyrir járnhag.
  Markmið: 1) Að rannsaka járnhag íslenskra blóðgjafa út frá mælingum á blóðhag og ferritíni í blóði og mæla tíðni járnskorts meðal nýrra og virkra blóðgjafa, karla og kvenna, 2) að bera saman ferritínmælingar á milli rannsóknarkjarna Landspítalans og Blóðbankans og 3) að rannsaka hvort einhver miRNA gætu reynst lífmerki fyrir járnhag.
  Aðferðir: Fyrsti hluti rannsóknarinnar var afturskyggn og náði til áranna 2015 og 2016. Leitað var að ferritínmælingum (Ortho Vitros®) hjá nýjum blóðgjöfum og virkum heilblóðsgjöfum í ProSang® tölvukerfi Blóðbankans. Fyrir samanburð á niðurstöðum ferritínmælinga milli rannsóknarkjarna Landspítalans og Blóðbankans voru dregin blóðsýni úr 106 blóðgjöfum og var ferritín fyrst mælt á Vitros® tæki í Blóðbanka en síðan á Cobas® tæki rannsóknarkjarnans. MiRNA rannsóknin skiptist í tvo hluta, þreifirannsókn (20 þátttakendur, 179 miRNA panell) og staðfestingarrannsókn (50 þátttakendur, 13 sérvalin miRNA). Í báðum rannsóknum voru bornir saman tveir hópar blóðgjafa með annars vegar hátt ferritín (>150 μg/l, HF hópur) og hins vegar lágt ferritín (<15 μg/l, LF hópur). EDTA blóðsýni voru spunnin niður og plasmað fryst áður en það var sent til Exiqon A/S í Danmörku til greiningar á miRNA.
  Niðurstöður: Ferritín mældist að meðaltali 72,3 ± 71,6 μg/l hjá nýskráðum blóðgjöfum, 105,1 ± 74,3 μg/l hjá körlum og 37,2 ± 48,1 μg/l hjá konum. Hjá nýskráðum blóðgjöfum var tíðni járnskorts (ferritín <15 μg/l) 11%, nánar tiltekið 1% hjá körlum og 22% hjá konum. Meðal virkra heilblóðsgjafa, þar sem ferritínmælingar voru gerðar, var tíðni járnskorts 15%; hjá körlum 9,0% og hjá konum 26%. Kerfisbundinn munur (e. proportional bias) reyndist vera á ferritínmælingum rannsóknarkjarna Landspítalans og Blóðbankans en fullkomin samsvörun var aðeins í allra lægstu gildum (<5 μg/l). Ekki reyndist vera marktækur munur á mælingum 179 miRNA gerðar á milli HF og LF hópa í þreifirannsókn, hvorki í samanburði með eftirliti (e. supervised) eða án (e. unsupervised). Þrettán miRNA úr þreifirannsókn voru valin til frekari samanburðar í staðfestingarrannsókn, sem staðfesti niðurstöður þreifirannsóknar þar sem engin miRNA skildu að HF og LF hópana.
  Ályktun: Tæplega fjórðungur nýskráðra kvenkyns blóðgjafa greindist með járnskort. Brýnt er að fylgjast með ferritíngildum blóðgjafa til þess að viðhalda járnbirgðum þeirra og draga úr líkum á járnskorti. Þörf er á framsýnni rannsókn til þess að meta raunverulega tíðni og einkenni járnskorts meðal virkra blóðgjafa. Mikilvægt er að hafa í huga kerfisbundinn mun á ferritínmælingum rannsóknarstofanna við túlkun ferritínrannsókna, val á nýju tæki og ákvörðun á viðmiðunarmörkum. Niðurstöður þessarar rannsóknar á frumufríu miRNA í plasma blóðgjafa benda ekki til þess að miRNA geti ekki nýst sem lífmerki fyrir járnhag.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Serum ferritin is an accepted and widely used method to determine iron status and is used to assess the iron status of new blood donors in the Blood Bank. Ferritin is also measured in active blood donors in certain cases (suspected iron deficiency, frequent donations etc.). WHO defines depleted iron stores as ferritin <15 μg/l. In a single blood donation the donor loses approximately 250 mg of iron. Even though ferritin measurement is an accepted method there are certain factors that make it unreliable. MicroRNAs (miRNAs) are small RNA fragments that can be detected outside cells in body fluids and have been studied as biomarkers for various diseases. It is interesting to examine if there is a correlation between miRNAs and iron stores since miRNAs play a role in iron homeostasis.
  Objective: The objectives of this study are 1) to examine the iron status of Icelandic blood donors and assess the frequency of iron deficiency in new and active donors, in both genders, 2) to compare serum ferritin measurements between the clinical laboratory at Landspítali and the Blood Bank, 3) to determine if miRNAs can serve as biomarkers for iron status.
  Methods: The first part was a retrospective study of ferritin measurements from the years 2015 and 2016. A search was performed for ferritin measurements (Ortho Vitros®) from new and active donors in the ProSang® laboratory information system of the Blood Bank. For the comparison of ferritin measurements between the Blood Bank and the clinical laboratory at Landspítali, 106 blood samples from blood donors were obtained and ferritin was measured first at the Blood Bank (Vitros®) and then at the clinical hematology laboratory at Landspítali (Cobas®). The miRNA study was divided into two phases; a pilot study (20 participants, 179 miRNAs) and a confirmation study (50 participants, 13 miRNAs). Participants were split into two groups, a) high ferritin (>150 μg/l, HF group) and b) low ferritin (<15 μg/l, LF group). EDTA blood samples were collected from each participant, centrifuged and the plasma collected and frozen before it was sent to Exiqon A/S in Denmark for miRNA analysis.
  Results: Mean ferritin for new blood donors was 72.3 ± 71.6 μg/l; more specifically 105.1 ± 74.3 μg/l among men and 37.2 ± 48.1 μg/l among women. The frequency of iron deficiency (ferritin <15 μg/l) in new blood donors was 11%; 1% in men and 22% in women. Iron deficiency in active blood donors (where ferritin results were available) was 15%; 9% in men and 26% in women. A proportional bias was observed between ferritin measurements at Landspitali and the Blood Bank with good correlation between measurements at the lowest values (<5 μg/l). There was no significant difference for any of the 179 miRNAs in the pilot study, neither with unsupervised or supervised comparison between the HF and LF groups. The confirmation study supported the findings of the pilot study as none of the 13 miRNAs were different between the HF and LF groups.
  Discussion: One fourth of newly registered female blood donors were iron deficient. It is important to monitor ferritin in female blood donors to prevent the development of iron deficiency. A prospective study of iron stores in active donors is needed. The proportional bias between the two instruments underlines the importance of establishing specific reference intervals for each laboratory. The miRNA studies suggest that cell-free miRNAs in plasma cannot serve as biomarkers for iron status.

Samþykkt: 
 • 5.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27162


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Járnhagur íslenskra blóðgjafa og miRNA-MargrétGGunnarsdóttir.pdf3.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf453.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF