Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27163
Bob Dylan hlaut árið 2016 nóbelsverðlaun í bókmenntum. Hann á að baki fjölbreytt höfundarverk sem hefur verið mörgum rannsóknarefni. Mikið af rannsóknunum hafa verið framkvæmdar af aðdáendum og bókmenntafræðimenntuðum mönnum. James W. Fowler er höfundur kenningar um trúarþroska. Hann byggði kenningu sína á formgerðarsinnum (Jean Piaget, Lawrence Kohlberg o.fl.) og trúarhugtak sitt á guðfræðingunum Paul Tillich og H.R. Niebuhr. Kenningin skiptist í sjö stig. Rannsóknin gengur út á hvort hægt sé að skoða Bob Dylan í ljósi kenningarinnar og þá hvort hún gefi aðrar niðurstöður en þær rannsóknir sem hafa verið algengastar hingað til.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bob Dylan og James W. Fowler.pdf | 890.16 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
doc20170505155331.pdf | 158.64 kB | Lokaður |