is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27164

Titill: 
  • Mótefnalitanir á aflituðum berkjustrokum: Notagildi mótefnalitana við flokkun lungnakrabbameina kannað
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Lungnakrabbamein eru um 11% allra krabbameina á Íslandi og eru þau mein sem valda flestum dauðsföllum, bæði hjá konum og körlum. Mikilvægt er að greina þessi mein í undirflokka svo hægt sé að veita sértæka meðferð. Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir við meðferð á lungnakrabbameinum, áður fyrr var greining aðallega byggð á hematoxylin og eosin (HE) lituðum vefjasýnum og í sumum tilfellum slímlitunum. Í dag er mælt með því að mótefnalitanir séu gerðar á sem flestum sýnum til að meta uppruna, gerð, horfur og meðferð æxla. Mótefnalitanir á vefjasýnum eru algengar aðferðir á meinafræðideild Landspítala (LSH) en hafa ekki verið notaðar á útstrokin frumusýni áður. Burstasýni úr berkjum til frumugreiningar hafa verið mikið notuð síðastliðin ár. Það að geta aflitað æxli á gleri og beitt mótefnalitunum á það getur tryggt nákvæma greiningu æxlisins og verið nægjanlegt þó vefjasýni liggi ekki fyrir.
    Efni og aðferðir: Í rannsóknina var notast við frumu- og vefjasýni úr lungum úr lífsýnasafni LSH. Frumusýni voru á formi PAP litaðra berkjustroka, á öllum þeim glerjum sem valin voru sáust illkynja frumur en mismikið. Prófuð var aðferð frá Karólínska sjúkrahúsinu (Svíþjóð) til að aflita PAP lituð frumusýni og mótefnalita þau. Vefjasýni voru á formi HE litaðra sneiða og paraffíninnsteyptra vefjasýna sem voru skorin og mótefnalituð. Mótefnalitanir voru gerðar með p40, CD56, synaptophysin og TTF-1. Að lokum var gerður samanburður á niðurstöðum vefja- og frumusýna. 
    Niðurstöður: Niðurstöður úr prófunum sýndu fram á að til þess að fá góða litun þarf að setja frumusýnin í hitabað áður en mótefnalitun fer fram. Niðurstöður fyrir kirtilkrabbamein sýndu að 100% vefjasýnanna og 80% frumusýnanna eru jákvæð fyrir TTF-1. Með p40 sést að 100% vefjasýna og 90% frumusýna eru neikvæð. Vefjasýnin eru öll neikvæð fyrir synaptophysin en aðeins 60% frumusýnanna. Fyrir CD56 eru öll vefjasýni neikvæð en 80% frumusýna. Niðurstöður fyrir flöguþekjukrabbamein leiddu í ljós að 100% frumsýna og 100% vefjasýna eru neikvæð fyrir bæði synaptophysin og CD56. Vefjasýnin eru öll neikvæð fyrir TTF-1 og 90% frumusýnanna. Með p40 sést að 100% vefjasýnanna eru jákvæð en aðeins 60% frumusýnanna. Niðurstöður fyrir smáfrumukrabbamein sýna að öll vefjasýnin eru jákvæð fyrir CD56 og TTF-1, frumusýnin voru jákvæð í 80% tilvika fyrir hvort mótefni. Frumusýnin reyndust neikvæð fyrir p40 í 90% tilvika sem og öll vefjasýnin. Synaptophysin er jákvætt á 100% vefjasýnanna en einungis 60% frumusýnanna.
    Umræður: Aðferðin sem var prófuð og aðlöguð fyrir rannsóknina virkar vel og gerir greiningu í undirflokka lungnakrabbameina mögulega þegar erfitt er að ná miklu magni sýnis. Niðurstöður rannsóknarinnar í heild sinni gefa til kynna nokkuð góðan samanburð milli aflitaðra frumusýna og vefjasýna eftir mótefnalitun. Kjarnalitirnir p40 og TTF-1 komu betur út en umfrymislitirnir CD56 og synaptophysin.

Samþykkt: 
  • 8.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27164


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mótefnalitanir:andrea:skemman.pdf3.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Vidhengi.pdf558.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF