is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27167

Titill: 
  • Hlutabréfaverð Icelandair Group á árunum 2010 til 2016: Hefur verðið þróast í takt við uppsveiflu í ferðaþjónustu á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi lokaritgerð um verðþróun hlutabréfa Icelandair Group á árunum 2010 til 2016 leitast við að svara spurningunni Hefur verðið þróast í takt við uppsveiflu í ferðaþjónustu á Íslandi? Helstu aðferðirnar sem notaðar verða til þess eru meðal annars yfirlit yfir rekstur félagsins, yfirlit yfir þróun mikilvægra stærða sem hjálpa til við að meta stöðu og þróun ferðaiðnaðarins á hverjum tíma. Í aðalkafla ritgerðarinnar er farið yfir marktækar verðbreytingar og reynt að skýra þær með rökstuddum hætti. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að verðið hafi þróast í takt við ferðaþjónustu frá árslokum 2012 en að frammistaða félagsins á seinni hluta ársins 2016 hafi verið vegin niður af gengisáhrifum. Eins kom í ljós að í alþjóðlegum samanburði hafa hlutabréf Icelandair Group verið góð fjárfesting þegar horft er yfir þetta sjö ára tímabil. Höfundur dregur jafnframt tvær mikilvægar ályktanir út frá niðurstöðum: í fyrsta lagi að markaðurinn sé hálfskilvirkur samkvæmt kenningunni um skilvirka markaði. Í öðru lagi að þýðingarmiklar verðbreytingar séu skyndilegar og koma annars vegar fram í kjölfar ófyrirsjáanlegra atburða og hins vegar í beinum tengslum við birtingu nýrra upplýsinga um afkomu félagsins. Enn fremur komst höfundur að þeirri niðurstöðu að erfitt sé að nota tæknigreiningu til þess að spá fyrir um framtíðarþróun með fullri vissu.

Samþykkt: 
  • 8.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27167


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TILBÚIN.pdf4.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
eyðublað skemman.pdf27.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF