is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27173

Titill: 
  • Áhrif eineltis á líðan og námsgengi þolenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Einelti er alvarlegur vandi í skólum sem mikilvægt er að takast á við því slíkt hátterni getur haft í för með sér margvíslegar afleiðingar fyrir þolendur, jafnvel til langs tíma ef ekki er gripið inn í. Einelti tekur á sig margar birtingarmyndir en algengast er að tala um andlegt, líkamlegt, félagslegt og rafrænt einelti. Ákveðinn valdamismunur á sér stað milli gerenda og þolenda eineltis þar sem þolendur ná ekki að verja sig gegn eineltinu. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á áhrif eineltis á líðan og námsgengi þolenda á grunnskólaaldri. Þá verður fjallað um hlutverk skólafélagsráðgjafans og hvernig hann getur komið að eineltismálum í grunnskólum.
    Við rýningu á rannsóknum á einelti meðal grunnskólabarna kom í ljós að einelti getur haft slæm áhrif á námsgengi þolenda og haft í för með sér mikla vanlíðan fyrir þolendur, sem getur meðal annars leitt til kvíða og þunglyndis. Einnig kom fram að einelti getur leitt til þess að þolendur forðist að mæta í skólann til að komast hjá eineltinu. Þá bitnar einelti á einbeitingu þeirra í námi og getur leitt til lakari námsárangurs. Brotin sjálfmynd og lágt sjálfsálit eru einkennandi fyrir þolendur eineltis. Niðurstöður vörpuðu ljósi á mikilvægi þess að takast á við vandann strax og hvernig skólafélagsráðgjafar geta komið að eineltismálum með áherslu á heildarumhverfið í anda félagsráðgjafar. Mikilvægt er að þjónusta skólafélagsráðgjafa standi þolendum eineltis í skólum til boða og áhersla ætti að vera lögð á að hafa slíka þjónustu í skólakerfinu til að stuðla að snemmtækri íhlutun og frekari stuðningi og ráðgjöf við nemendur og fjölskyldur þeirra.

Samþykkt: 
  • 8.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokautgafa.pdf541.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf301.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF