Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27175
Servants and slaves have been overlooked all too frequently in critical readings of the Norse myths. Yet, lower ranking characters have not always been invisible to the tellers of tales. In the Eddic poems and the Íslendingasögur, people of lower status are not only present, but are active participants. In both the Poetic Edda and Snorra Edda, the well recognized Æsir and Jǫtnar often share, or entirely hand over, the narrative spotlight with characters of lower rank. Yet, despite their persistent presence these slaves, servants, and helpers remain unrecognized. This essay seeks to answer the question: what can be gained in taking the time to witness and recognize these characters?
Through the lens of class it is possible to see how the Eddas describe a fully functioning mythic world; a world which is just as alive and complex as that of the sagas. Comparative readings between the genres have much to teach both about the subjects of the myths, and about their audiences. By bringing attention to the presence of servants and slaves, one can understand more deeply mythic and mundane notions of power, the values and limitations of social rank, and the society of the mythic world.
Fræðimenn sem hugað hafa að norrænum goðsögnum hafa allt of oft litið framhjá þjónustufólki og þrælum sem þar er sagt frá. Þó hafa þeir sem sögðu þessar sögur ekki verið blindir fyrir persónum af lægri stigum. Í eddukvæðum og Íslendingasögum eru lægra settar persónur ekki bara sýnilegar heldur oft virkir gerendur í atburðarásinni. Eins má finna, bæði í eddukvæðum og Snorra Eddu, dæmi um að persónur af lægri stigum deili sviðinu með hærra settum persónum og jafnvel taki það yfir. Þrátt fyrir þetta er oft litið framhjá þrælum, þjónustufólki og aðstoðarfólki í þessum textum. Í ritgerðinni er leitast við að svara því hvort einhver ávinningur geti verið að því að gefa þessum persónum meiri gaum.
Með því að beita hugtakinu stétt kemur í ljós að eddurnar lýsa goðsagnaheimi sem starfar samkvæmt innri lögmálum og er jafn lifandi og flókinn og sá heimur sem birtist í fornsögunum. Samanburður á ólíkum bókmenntategundum geta sagt mikið um bæði umfjöllunarefni goðsagnanna og um viðtakendur þeirra. Með því að beina sjónum að þjónustufólki og þrælum er unnt að skilja betur goðsögulegar og hversdaglegar hliðar á valdi, gildi og takmarkanir félagslegrar stöðu og samfélag hins goðsögulega heims.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Jacquelyn Ward MAThesis.pdf | 762.05 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_16.pdf | 106.67 kB | Lokaður | Yfirlýsing |