is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27180

Titill: 
  • Mannfræði og þróunarfræði: Andstæður eða skapandi samstæður?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í gegnum árin hefur gjáin milli félagslegra og líffræðilegra mannfræðinga stækkað, en hér verður fjallað um hvernig félagsleg mannfræði hefur fjarlægst hugmyndafræði þróunarfræði sem viðfangsefni. Til að varpa ljósi á þessar breytingar verður lögð áhersla á hugtakið menning og þróun menningar og þann sess sem það hefur skapað innan mannfræði. Gert verður grein fyrir því hvað er sameiginlegt með hugmyndum félagslegra og líffræðilegra mannfræðinga á menningarhugtakinu ásamt því sem skoðuð verður gagnrýni félagslegra mannfræðinga á þróun menningar. Með því að rýna í sögu rannsókna á þróun menningar er hægt að sjá hvenær félagslegir mannfræðingar fjarlægðust þróun menningar sem umfjöllunarefni og þær orsakir sem kunna að liggja þar að baki. Helst má sjá tvær umdeildar kenningar um þróun menningar sem leiddu til þess að félagslegir mannfræðingar sneru sér að öðrum viðfangsefnum en þróun menningar. Að auki verður skoðað mögulega þætti sem hafa viðhaldið fjarlægð félagslegra mannfræðinga á rannsóknum á þróun menningar, en helst má rekja það til áherslu félagslegra mannfræðinga á öðrum viðfangsefnum og notkun á annarskonar aðferðafræði. Að lokum verða skoðaðar rannsóknir þar sem bæði þróunarfræðilegar og félagslegar aðferðir voru notaðar og rök færð fyrir því hvernig þær veittu heildstæðari skilning á þróun menningar heldur en ef aðeins önnur aðferðin hefði verið notuð.

Samþykkt: 
  • 8.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27180


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð lokaútgáfa.pdf638.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf1.89 MBLokaðurYfirlýsingPDF