en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27182

Title: 
 • Title is in Icelandic Kostnaðarábatagreining á bólusetningu gegn hlaupabólu á Íslandi
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Á hverju ári veikjast fjölmörg börn og fullorðnir einstaklingar af hlaupabólu. Hjá börnum er sjúkdómurinn allajafna ekki lífshættulegur en getur verið íþyngjandi fyrir þau og foreldra vegna þess tíma sem það tekur sjúkdóminn að gangi yfir. Löng fjarvera frá vinnu vegna veikinda barns er raun margra foreldra. Hlaupabóla er mjög smitandi sjúkdómur og komi hún upp á heimili eru um 90% líkur á því að þeir heimilismenn sem eru næmir fyrir hlaupabólu veikist. Barnmargar fjölskyldur geta horft fram á langa veikindatörn komi sjúkdómurinn upp á heimilinu.
  Tilgangur þessarar kostnaðarábatagreiningar var að kanna hagkvæmni þess að hefja reglubunda bólusetningu gegn hlaupabólu á Íslandi. Greiningin var gerð frá sjónarhorni samfélagsins sem verður fyrir mestum kostnaði vegna hlaupabólu. Sá kostnaður er á formi framleiðslutaps sem verður til vegna fyrr greindrar fjarveru foreldris frá vinnu sökum veikinda barns. Íslensk gögn voru í hvívetna notuð við greininguna og allar kostnaðareiningar eru í íslenskri krónu. Greiningin tekur í grunninn mið af upplýsingum um laun og kjör árið 2015 en kostnaður vegna bóluefnis miðast við raunvirði dagsins í dag, árið 2017.
  Niðurstöður kostnaðarábatagreiningarinnar eru afgerandi. Með því að hefja reglubundna bólusetningu gegn hlaupabólu árið 2018 og setja hana inn í núverandi fyrirkomulag annarra bólusetninga í ungbarnavernd, verður árlegur kostnaður rétt rúmar 38 milljónir króna. Séu gefnir tveir skammtar af bóluefninu er virkni þess talin vera um 98% og þannig má draga úr tilfellum hlaupabólu um 88%. Verði það raunin er árlegur sparnaður sem hlýst af bólusetningunni 454 milljónir króna, miðað við 5 daga fjarveru foreldris frá vinnu vegna veikinda barns.
  Með tilliti til þeirra forsenda sem hafðar voru til grundvallar kostnaðarábatagreiningunni benda niðurstöður til þess að hagkvæmt sé að hefja bólusetningu gegn hlaupabólu á Íslandi.

Accepted: 
 • May 8, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27182


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skemman yfirlýsing.pdf78.57 kBLockedYfirlýsingPDF
MS%20Fríða%20Björg%20Leifsdóttir.pdf1.39 MBOpenHeildartextiPDFView/Open