Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27184
Ritgerðin er byggð á eigindlegri rannsókn sem unnin var á vormisseri 2017. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna afstöðu kjörinna sveitarstjórnarmanna til X. kafla sveitarstjórnarlaganna nr. 138/2011 sem fjallar um samráð við íbúa. Kannað var hvort samráðsumræðan og þær leiðir sem X. kaflinn fjallar um séu aðeins í orði en síður á borði. Einnig var skoðað viðhorf kjörinna sveitarstjórnarmanna, til þátta eins og íbúakosninga, samráðsaðferða og afstöðu kjörinna fulltrúa gagnvart slíkum kosningum, og afstöðu þeirra almennt gagnvart rétti íbúa til áhrifa á stjórn sveitarfélagsins.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru dregnar saman á þann hátt að unnið eru upp úr svörum viðmælenda og þau borin saman. Niðurstöður eru túlkaðar gagnvart viðhorfum sveitarstjórnarmannanna.
Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til að tækifæri til samráðs við íbúa innan sveitarfélaga séu mjög mikil og þekking sveitarstjórnarmanna á samráðsþættinum sé almennt góð. Viljinn sé fyrir hendi en hugsanlega vanti enn frekari áhuga sem hugsanlega komi fram með nýjum vinnubrögðum og tæknivæddari kynslóðum. Kjörnir fulltrúar vilji samráð en það þurfi að tryggja þátttöku íbúa og að afleiðingar samráðsins þýði ekki endilega breytta ákvörðunartöku. Það má þó greina efasemdir um vilja til þess að stuðla að íbúakosningum innan sveitarfélagsins. Hugsanlega vegna þess að ótti hefur skapast um dræma þátttöku eða að niðurstöður kosninga um einstök mál færi ósjálfrátt völdin frá hinum kjörnu fulltrúum yfir til íbúanna í anda beins lýðræðis. Í niðurstöðum rannsóknarinnar má sjá fjölmörg dæmi þess að þeir aðilar sem tóku þátt í rannsókninni telja að samráðið muni aukast í nánustu framtíð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_OlofRun_Lokaeintak_07052017.pdf | 915,47 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Confirmation_Olof_Gunnarsdottir.jpg | 1,16 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |