Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27189
Tilgangurinn með þessari ritgerð er að gera tilraun til þess að varpa ljósi á það hvað kunni að skýra það að Davíð Oddson taldi sig eiga erindi í forsetaframboð árið 2016. Atburðarásin sem hér er til skoðunar nær frá haustdögum 2015 til forsetakosninganna árið 2016. Rakin er atburðarás sem átti sér stað hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, Guðna Th. Jóhannessyni og Davíð Oddsyni. Þessi atburðarás byrjar þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, fer að móta jarðveginn og umræðuna sem sum önnur framboð, og þá sérstaklega framboð Davíðs Oddssonar, byggðu síðan á. Síðan er vikið að því hvernig pólitískar aðstæður í samfélaginu fengu Ólaf Ragnar til þess að bjóða sig fram, þrátt fyrir að hafa áður gefið það upp að svo myndi ekki verða. Þá verður það skoðað hvernig uppljóstranir blaðamanna urðu til þess að Ólafur Ragnar þurfti að stíga til hliðar og hvernig Davíð Oddsson reyndi að fylla upp í það skarð sem Ólafur skildi eftir sig. Færð verða rök fyrir því að Davíð Oddsson hafi reynt að róa á sömu mið og Ólafur með því að sýna fram á samhljóm í framboðum þeirra tveggja. Varpað verður ljósi á hugsanlegar ástæður þess að Davíð Oddsson taldi sig eiga erindi í forsetaframboð með því að koma með röksemdafærslu sem byggist á rannsóknum og hugmyndum þekktra félagsvísindamanna. Þær fræðilegu hugmyndir sem verða nýttar hér eru í fyrsta lagi „fjötruð skynsemi“ eftir Herbert Simon, í öðru lagi rannsóknir Thaler og Sunstein um hvernig má móta skoðanir og vilja annarra, í þriðja lagi rannsóknir Jones og Baumgartner á stjórnmálum athyglinnar og að lokum skrif Knill og Tosun um það hvernig stjórnvöld velja viðfangsefnin sín.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Undirskrift.pdf | 112.58 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Lokaskjal.pdf | 718.98 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |