is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27191

Titill: 
 • Líðan starfandi táknmálstúlka. Eru álag, streita og verkir að leiða til kulnunar hjá starfsstéttinni?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þeirrar rannsóknar sem þessi ritgerð fjallar um var að kanna þá tilgátu hvort íslenskir táknmálstúlkar fyndu síður fyrir álagi, verkjum, þreytu í starfi og væru því ólíklegri til að kulna í starfi en táknmálstúlkar erlendis. Gerð var rannsókn sem náði til 13 íslenskra og 38 danskra táknmálstúlka á líðan þeirra í starfi. Einnig var leitast við að svara þeim rannsóknarspurningum hvort eftirtalin atriði ættu við rök að styðjast, breytingar hafi átt sér stað meðal íslenskra táknmálstúlka síðastliðin fimm ár, of mikið álag sé í starfi þeirra, þeir vanmeti kulnun í starfi ásamt því hvort einhver munur væri á álagi í starfi íslenskra og danskra táknmálstúlka. Þátttakendur voru alls 51 og tóku þátt með því að svara spurningum rafrænt sem síðan var fylgt eftir með viðtölum við þrjá íslenska og tvo danska táknmálstúlka.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að tilgátan virtist ekki standast. Bæði íslenskir og danskir táknmálstúlkar eru í áhættuhóp varðandi kulnun í starfi. Táknmálstúlkar eru undir miklu álagi í starfi. Rannsóknin leiddi í ljós að táknmálstúlkar þjást af margs konar álagstengdum líkamlegum verkjum vegna starfsins. Rannsóknin sýndi að bæði starfsálagið og þær kröfur sem gerðar eru til táknmálstúlka í starfi geta beinlínis valdið því að túlkar kulni.
  Niðurstöður rannsóknar sýndu ennfremur að starfstengdar breytur, þ.e. vinnustundir, handleiðsla, álag og úrræði, hefðu áhrif á kulnun, túlkar sem hafa aðgang að stuðningi eða handleiðslu frá samstarfsmanni geta með þeim stuðningi komið í veg fyrir kulnun í starfi. Eins sýndu niðurstöður að eftir því sem túlkar nýttu sér fleiri úrræði, þeim mun ólíklegra var að þeir sýndu einkenni kulnunar. Starfsánægja og starfsálag virtust mikilvægasta breytan í líðan starfandi táknmálstúlka. Rannsóknin sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi sýnir að mikilvægt er að stutt sé vel við starfsstéttina því fyrir utan táknmálstúlkana sjálfa þá geta afleiðingar kulnunar haft víðtæk neikvæð áhrif bæði á túlkaþjónustuna og táknmálssamfélagið í heild.

 • Útdráttur er á ensku

  They aim of the study this thesis is built on was to do a research based on the hypothesis that Icelandic sign language interpreters felt less stress, aches and fatigue due to their job thus being less likely to experience occupational burnout than sign language interpreters abroad. Participants in the research were 13 Icelandic and 38 Danish sign language interpreters who were asked about their well being at work. An attempt was also made to answer the research questions –have there been changes among Icelandic sign language interpreters in the last five years, is their work too stressful, do they underestimate occupational burnout and whether there is any difference in the stress that Icelandic and Danish sign language interpreters experience in their work. A total of 51 participants answered online questionnaires and follow-up interviews were conducted with three Icelandic and two Danish sign language interpreters.
  The conclusions of the study indicated that the hypothesis is not based on fact, as both Icelandic and Danish sign language interpreters are at risk of developing occupational burnout. Sign language interpreters are under considerable strain in their work and the study showed that they suffer various stress-related physical ailments due to their work. The study indicated that both the workload and the professional demands made on sign language interpreters can contribute directly to their occupational burnout.
  The conclusions of the study furthermore showed that work-related variables, i.e. working hours, supervision, workload and resources, have an effect on occupational burnout, as sign language interpreters who have access to support or supervision from co-workers can use this support to prevent occupational burnout. The conclusions also showed that the more resources sign language interpreters used, the less likely they were to show symptoms of occupational burnout. Job satisfaction and workload seemed to be the most important variables for active sign language interpreters. It is important to focus closely on this profession because apart from the sign language interpreters themselves, occupational burnout can also have a wide-ranging negative impact on both interpretation services and the sign language community as a whole.

Samþykkt: 
 • 8.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27191


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líðan starfandi túlka.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Titilssíða.pdf101.64 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg153.43 kBLokaðurYfirlýsingJPG