is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27192

Titill: 
  • Sá hollasti og besti í heimi. Mættum við gefa íslenskum mat og matarhefðum meiri gaum?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari greinargerð er fjallað um þrjár blaðagreinar sem unnar voru um íslenskan mat og íslenskar matarhefðir. Spurningarnar sem höfundur lagði upp með eru hvort ástæða sé til að standa vörð um íslenskar matarhefðir og íslenska framleiðslu matvæla og gefa þeim meiri gaum og í öðru lagi hvort áhugi og þekking sé fyrir hendi á gömlum íslenskum matarhefðum meðal Íslendinga. Til þess að svara þessum spurningum eru tekin viðtöl við ýmsa sérfræðinga og áhugafólk í samfélaginu og heimildir skoðaðar í tengslum við efnið í bókum, tímaritum og blaðagreinum.
    Út frá svörum viðmælenda og heimildavinnu eru helstu niðurstöður þær að það sé þörf og ástæða til að veita íslenskum matarhefðum og íslenskri framleiðslu matvara meiri eftirtekt og áhuga og ekki síður mikilvægt að auka vitund okkar á gömlum matarhefðum. Vitneskja um svæðisbundnar matarhefðir eru litlar meðal almennings og vitund um gömul matvæli frekar einhæf. Niðurstöður benda einnig til þess að hér á landi búum við yfir ríkri og góðri matarhefð og hreinum matvælum sem vert sé að huga betur að í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 8.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27192


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal.pdf19.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf15.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF