is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27194

Titill: 
  • Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig. Rannsókn á augnatilliti með áttbeygðum sögnum í ÍTM.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er unnin út frá rannsókn sem höfundur gerði á augnatilliti í áttbeygðum sögnum í íslenska táknmálinu (ÍTM). Í upphafi ritgerðarinnar er sagt frá uppbyggingu táknmála og málfræðilegum einkennum þeirra. Fjallað er um sagnir í táknmálum, en í íslenska táknmálinu sem og fleirum, er þeim skipt í þrjá flokka, venjulegar sagnir, próformasagnir og áttbeygðar sagnir. Fjallað er stuttlega um venjulegu- og próformasagnirnar, og hvað það er sem einkennir þær. Fram kemur til dæmis að venjulegum sögnum fylgir ekki persóna og tala vísimiða og þarf að sýna það aukalega með fornöfnum. Próformasagnir nota raunverulegt rými, og geta falið í sér upplýsingar um hátt, horf og ákefð, en eins og venjulegar sagnir þá sýna þær ekki upplýsingar um persónu og tölu. Þegar þessum sögnum hefur verið lýst stuttlega er áttbeygðum sögnum gerð skýr skil. Þær fela í sér, ólíkt venjulegum- og próformasögnum, upplýsingar um persónu, tölu ásamt upplýsingum um staðsetningu frumlags og andlags. Sagt er frá því hvernig vísimiðum eru gefin hólf og þau notuð til dæmis til að sýna samband milli vísimiðanna. Að því loknu er fjallað um augnatillit og hlutverkaskipti, og niðurstöður erlendra rannsókna sem gerðar hafa verið á því skoðaðar. Þær rannsóknir sýna annars vegar að augnatillit fylgir andlaginu í bæði venjulegum- og áttbeygðum sögnum og hins vegar að augnatillit fylgir andlaginu einungis í áttbeygðum sögnum, en ásamt augnatillitinu þarf að sýna áttbeyginguna með hreyfingu- og afstöðu handanna. Rannsókn höfundar er kynnt og í lokin er greint frá niðurstöðum þeirrar rannsóknar. Við rannsóknina voru notaðar alls 34 áttbeygðar sagnir í 30 setningum sem fengnar voru í myndbandsupptökum sem til voru í safni. Sagnirnar voru fengnar úr tvenns konar gögnum, annars vegar þýddar frásagnir úr íslensku sem sagðar voru í upptöku og hins vegar náttúruleg gögn, frjálst tal þar sem tekin voru viðtöl við döff af döff. Höfundur komst að því að kerfisbundin regla er á því hvert táknari horfir við myndun áttbeygðra sagna, en um tvær ólíkar aðferðir er að velja. Annars vegar getur táknari verið í hlutverki og horft í átt að andlagi þegar hann myndar áttbeygðu sögnina í beinni ræðu, og hins vegar getur táknari horft í átt að viðmælanda sínum eða myndbandsupptökuvél, þegar áttbeygða sögnin er mynduð í óbeinni ræðu.

Samþykkt: 
  • 8.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27194


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig..pdf706.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20170508_095827.jpg3.38 MBLokaðurYfirlýsingJPG

Athugsemd: Skrána má aðeins lesa af skjá, ekki prenta út eða afrita með því að sverta texta og færa yfir í annað skjal.