Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27198
Ritúöl samfélaga, líkt og vígsluathafnir, hafa verið umfjöllunarefni mannfræðinnar lengi og fræðimenn skrifað mikið um slíkar athafnir. Í gegnum tíðina hefur mikið af umfjöllun mannfræðinnar um unglinga snúið að vígsluathöfnum þeirra og reynt hefur verið að koma auga á hvernig ólík samfélög koma börnum til manns og koma þeim í stöðu fullorðinna. Á 20. öldinni var algengt sjónarhorn í etnógrafíum að vígsluathafnir í þeim hefðbundnu frumbyggjasamfélögum sem mannfræðin einblíndi á væru hliðstæða vestrænna skóla. Eftir því sem tíminn leið var það sjónarhorn gagnrýnt meðal annars vegna þess að einstaklingar sem ganga í gegnum vígsluathafnir öðlast ekki neina praktíska reynslu í ferlinu. Þó hefur verið fjallað um að mýtur og heimsmynd samfélaga komi í ljós þegar vígsluathafnir eiga sér stað og á þeim grundvelli ber höfundur ritgerðarinnar saman hlutverk og tilgang félagsmiðstöðva á Íslandi og vígsluathafnir smærri samfélaga. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er fjallað um mannfræðilegar kenningar og hugtök sem tengjast unglingum. Í öðrum hluta er stiklað á stóru í gegnum 20. öldina og nokkrar mannfræðirannsóknir sem tengjast unglingum skoðaðar. Í þeim hluta er einnig umfjöllun um félagsmiðstöðvar og þjóðfélagsbreytingar á Íslandi. Þriðji og síðasti hlutinn er umræðukafli þar sem reynt er að koma auga á sameiginleg einkenni vígsluathafna unglinga í smærri samfélögum og félagsmiðstöðvastarfs á Vesturlöndum. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að þessar vígsluathafnir og félagsmiðstöðvar eigi ákveðinn samhljóm þegar kemur að birtingu heimsmyndar og þeirra mýtna sem viðgangast í tilteknu samfélagi.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð - Steinar Már.pdf | 724.68 kB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Yfirlýsing-Steinar Már.pdf | 499.33 kB | Locked | Yfirlýsing |