Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27199
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er samanburður á dauðarefsingum og aftökum í Kína og Bandaríkjunum. Í ritgerðinni eru dauðarefsingar og aftökur í hvoru ríki fyrir sig skoðaðar og leitast eftir að finna ástæður sem liggja að baki notkun ríkjanna á refsingunni. Almennt eru sömu hugmyndir notaðar sem réttlæting allra refsinga í heild en í þessari ritgerð eru rökin skoðuð í samhengi við dauðarefsingar.
Dauðarefsingar og aftökur mætti telja til úreltra refsiaðferða í dag og því er áhugavert að skoða hvers vegna slík iðja fyrirfinnist enn þann dag í dag árið 2017, þá sérstaklega í Bandaríkjunum sem telst til Vesturlanda sem eru leiðandi í umræðunni um mannréttindi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð - pdf skjal.pdf | 948,71 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 104,05 kB | Lokaður | Yfirlýsing |