Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27201
Í ritgerðinni er fjallað um skáldsöguna The Shining eftir Stephen King. Hún er reimleikahússsaga sem fjallar um fjölskyldu sem hefur alein vetursetu á afskekktu hóteli. Áður en langt er um liðið fara hulin öfl í hótelinu að herja á íbúana og fortíðin er dregin fram með ógnvænlegum afleiðingum. Í skáldsögunni eru víðtæk þemu en sérstaklega verða sambönd feðra og sona, eftirmyndir og bæling skoðuð út frá kenningum um ókennileikann. Stuðst er aðallega við fræðitexta Sigmund Freud hvað varðar ókennileikann, auk texta Nicholas Royle og Ernst Jentsch um sama efni. Einnig er litið til sálgreinandans Melanie Klein sem byggði kenningar sínar um frávarp á textum Freuds, sem og kenninga Freuds um þaðið, sjálfið og yfirsjálfið, í greiningu á aðalpersónu sögunnar. Hlutverk og samskipti feðra og sona í bókinni eru skoðuð í samhengi við bælingu og endurtekningar, auk þess sem stuttlega er litið til annara verka Stephen King, algengra minna í bókum hans og samræðu höfundar við notkun á kenningum Freuds í eigin skrifum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ba SKILA.pdf | 472,39 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman yfirlýsing.pdf | 143,24 kB | Lokaður | Yfirlýsing |