is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27206

Titill: 
  • „Instagram er ekki alltaf raunveruleikinn“ Rannsókn á áhrifum Instagram á líkamsmynd kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Notkun samfélagsmiðla hefur farið vaxandi á síðustu árum. Samskipti fólks fara að miklu leyti fram í gegnum internetið og samfélagsmiðla. Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka það hvort að Instagram hafi áhrif á líkamsmynd kvenna. Fjallað verður um kenningar George Herbert Mead og Charles Horton Cooley, en báðir fjölluðu þeir mikið um sjálfið í sínum skrifum. Þeir fjölluðu báðir um það hvernig sjálfið er í stöðugri þróun og mótast í samskiptum við aðra. Skoðaðar verða nokkrar fyrri rannsóknir, rannsókninarnar sem skoðaðar verða fjalla um líkamsmynd og samfélagsmiðla. Framkvæmd voru eigindleg viðtöl við sex konur sem allar eru virkar á Instagram. Viðtölin voru greind út frá kenningum og fyrri rannsóknum. Helstu niðurstöðurnar úr þessari rannsókn voru þær að Instagram virðist hafa einhver áhrif á líkamsmynd þeirra kvenna sem talað var við. Áhrifin virðast þó ekki vera mjög mikil en allir viðmælendur virtust mjög meðvitaðir um að margt á Instagram er ekki endilega raunveruleikinn. Einnig kom fram í niðurstöðunum að allir viðmælendur halda að ef Instagram hefði verið til á þeirra unglingsárum þá hefði það haft mun meiri áhrif á viðmælendur en það gerir núna. Þær niðurstöður staðfesta niðurstöður fyrri rannsókna. Höfundur vonar að þessi rannsókn geti nýst fyrir áframhaldandi rannsóknir á þessu sviði.

Samþykkt: 
  • 8.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA- ritgerð Þórdís Ylfa .pdf402.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf46.21 kBLokaðurYfirlýsingPDF