Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27210
Að eignast barn er yfirleitt stórfenglegur tími í lífi nýbakaðrar móður, en því miður eru alltaf einhverjar sem finna fyrir mikilli vanlíðan í kjölfar þess, vanlíðan sem getur jafnvel þróast út í fæðingarþunglyndi. Fæðingarþunglyndi er orðið það algengt hér á landi, að búið er að flokka það sem lýðheilsuvanda. Sé þunglyndi móður ómeðhöndlað, getur það haft afgerandi áhrif á barn hennar til frambúðar. Þá er fyrst og fremst verið að tala um þróun tengslamyndunar móður og barns. Þau tengsl sem barn myndar við móður sína á fyrstu mánuðunum nefnast geðtengsl. Samkvæmt geðlækninum Bowlby eru geðtengsl talin leggja grunninn að öllum frekari samskiptum barns síðar meir á ævinni. Geðtengslin hafa áhrif á þroska þess, félagslega færni og vitsmunalega hæfni. Í þessari ritgerð er fjallað um fæðingarþunglyndi mæðra og geðtengslamyndun barna. Fjallað verður um fæðingarþunglyndi og aðra vanlíðan mæðra eftir fæðingu út frá greiningarstaðli Ameríska geðlæknafélaginu (DSM-5) og nýjustu rannsóknum. Farið verður í helstu kenningar er varða geðtengsl, ásamt því hvaða meðferðarúrræði standa til boða og hvert hlutverk félagsráðgjafa er í svona málum. Fæðingarþunglyndi er gjarnan falið vandamál, en tilgangur ritgerðarinnar er meðal annars að opna á umræðuna í samfélaginu um þennan vanda sem virðist vera svo algengur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
FRG261L_KarlottaJóhannsdóttir_Fæðingarþunglyndi_og_geðtengsl_barna.pdf | 413.06 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_um_meðferð_lokaverkefna.pdf | 99.97 kB | Lokaður | Yfirlýsing |